fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Úrvalslið leikmanna sem kosta ekki krónu: Zlatan, Pepe og allir hinir

Leikmennirnir sem eru með lausan samning í sumar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir frambærilegir knattspyrnumenn eru með lausan samning í sumar sem þýðir að hvaða lið sem er getur samið við þá án þess að borga krónu fyrir. Breska blaðið Guardian tók listann saman og með fylgir stutt samantekt um hvern og einn.


Markvörður:

Iker Casillas

Einn besti markvörður undanfarinna tuttugu ára, Iker Casillas, verður samningslaus í sumar. Eftir að hafa spilað með Real Madrid í 16 ára gekk þessi 36 ára leikmaður í raðir Porto árið 2015. Hann á hvorki fleiri né færri en 167 landsleiki að baki með landsliði Spánar og enn vel nothæfur.


Vörn

Mynd: EPA

Pepe

Portúgalinn Pepe hefur unnið nær alla titla sem í boði eru en undanfarin misseri hefur tækifærum hans í byrjunarliði Real Madrid fækkað. Pepe mun semja við nýtt lið í sumar en spurningin er aðeins hvert hann fer. Hann er 34 ára en býr enn yfir ágætum hraða. Pepe hefur verið orðaður við mörg lið, PSG og Besiktas þar á meðal.

Mynd: EPA

John Terry

Eftir tæp tuttugu ár í herbúðum Chelsea er komið að leiðarlokum. John Terry, sem er 36 ára, ætlar að halda áfram í boltanum og hefur kappinn verið orðaður við lið í Championship-deildinni, Aston Villa þar á meðal. Á ferli sínum hjá Chelsea hefur Terry tvisvar verið valinn leikmaður ársins, 2001 og 2006 og fjórum sinnum í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Mynd: Reuters

Gael Clichy

Franski bakvörðurinn er hokinn af reynslu eftir tíma sinn hjá Arsenal og Manchester City. Hann er enn aðeins 31 árs og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir í boltanum. Clichy hefur verið orðaður við nokkur lið, Liverpool er þar á meðal.


Vængbakverðir

Jesús Navas

Navas er eldfjótur vængmaður sem spilaði nokkra leiki sem bakvörður undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City í vetur. Þess vegna fær hann stöðu hægri vængbakvarðar í liðinu. Navas er 31 árs gamall Spánverji sem mun finna sér nýtt lið í sumar.

Mynd: EPA

Zoran Tosic

Stuðningsmenn Manchester United muna eflaust eftir Serbanum Zoran Tosic sem fékk afar fá tækifæri undir stjórn Sir Alex Ferguson. Eftir að hann yfirgaf United hefur hann notið meiri velgengni og spilað undanfarin ár með CSKA í Rússlandi. Hann er enn aðeins þrítugur og býr enn yfir miklum hraða. Tosic hefur verið orðaður við lið í Tyrklandi, Galatasaray og Besiktas þar á meðal.


Miðjumenn

Mynd: EPA

Jan kirchhoff

Kirchoff var um tíma talinn einn efnilegasti Þjóðverjinn en ferill hans undanfarin ár hefur ekki alltaf verið dans á rósum vegna meiðsla. Hann lék um tíma með Bayern Munchen en spilaði með fallliði Sunderland á síðustu leiktíð á Englandi. Kirchoff er enn aðeins 26 ára og auk þess að spila á miðjunni getur hann einnig leyst stöðu miðvarðar.

Mynd: Mynd Reuters

Sulley Muntari

Muntari er reynslumikill leikmaður einn af lykilmönnunum í sterku landsliði Gana. Muntari er 32 ára og þekktur fyrir vinnusemi og góðar tæklingar. Á undanförnum árum hefur hann leikið með liðum á borð við Inter, Udinese og Portsmouth en á síðustu leiktíð spilaði hann með Pescara á Ítalíu.


Framherjar

Mynd: EPA

Rachid Ghezzal

Ghezzal er 25 ára Alsíringur sem nær allan sinn feril hefur spilað með Lyon í Frakklandi. Hans uppáhaldsstaða er á öðrum hvorum vængnum í þriggja manna framlínu. Ghezzal átti gott tímabil með Lyon tímabilið 2015 til 2016 þegar hann skoraði 10 mörk í 38 leikjum. Þetta er teknískur og fljótur leikmaður sem vakið hefur athygli margra liða. Everton og Milan eru sögð áhugasöm og þá eru forsvarsmenn Roma sagðir líta á Ghezzal sem arftaka Mohamed Salah sem var seldur til Liverpool á dögunum.

Mynd: EPA

Richmond Boakye Yiadom

Þó að Yiadom, sem er landsliðsmaður Gana, sé enn tiltölulega ungur að árum, eða 24 ára, hefur hann spilað fyrir lið eins og Genoa, Sassuolo, Juventus, Elche, Atalanta og Rauðu stjörnuna í Belgrad svo dæmi séu tekin. Þetta er stór og sterkur framherji sem skoraði 16 mörk í 19 leikjum fyrir Rauðu stjörnuna í vetur. Það er því kannski engin furða að hann sé á listanum.

Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic

Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í þennan magnaða leikmann sem sýndi og sannaði í vetur að aldur er bara tala á blaði. Zlatan, sem verður 36 ára í haust, varð strax lykilmaður í liði Manchester United og þeirra langmarkahæsti maður í vetur. Slæm meiðsli gerðu það að verkum að hann yfirgefur herbúðir United eftir eins árs dvöl. Zlatan hefur verið orðaður við lið í Bandaríkjunum að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert