Liverpool hefur áhuga á ungstirni Real Madrid

Er sagður hafa mikinn áhuga á Marco Asensio, leikmanni Real Madrid.
Jurgen Klopp Er sagður hafa mikinn áhuga á Marco Asensio, leikmanni Real Madrid.

Forsvarsmenn Liverpool eru sagðir reiðubúnir að greiða allt að 42 milljónir punda fyrir einn efnilegasta leikmann Real Madrid.

Er í hópi efnilegustu leikmanna Real Madrid.
Marco Asensio Er í hópi efnilegustu leikmanna Real Madrid.
Mynd: EPA

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Marco Asensio og er 21 árs gamall. Þessi marksækni miðjumaður, sem á tvo landsleiki að baki fyrir Spán, hefur þótt spila vel í liði Real Madrid í vetur en í heildina hefur hann spilað 29 leiki og skorað 9 mörk.

Spænsku blöðin AS og Cope segja að fleiri lið en Liverpool hafi áhuga á kappanum, en Liverpool hafi þó sýnt einna mestan áhuga og raunar þegar lagt fram tilboð upp á 42 milljónir punda.

AS segir frá því að Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vilji helst af öllu halda honum innan raða félagsins og selja frekar kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez sem hefur átt erfitt uppdráttar í Madrid.

Asensio gekk í raðir Real Madrid árið 2014 frá Mallorca, en stórveldið frá höfuðborginni greiddi aðeins um þrjár milljónir evra fyrir viðskiptin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.