Sport

Þú getur kosið Aron Einar sem leikmann ársins

Aron er í harðari baráttu við Souleymane Bamba

Kristín Clausen skrifar
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 16:30

Aron Einar Gunnarsson er í harðri baráttu um að vera kjörinn leikmaður ársins hjá Cardiff. Aron hefur átt frábært tímabil með Cardiff í Championship deildinni. Eftir að Neil Warnock tók við liðinu hefur Aron verið fyrsti maður á blað og spilað afar vel.

Helsti keppinautur Arons um að verða leikmaður ársins er liðsfélagi hans, Souleymane Bamba. Bamba hefur fengið 29 prósent atkvæða þegar þetta er skrifað en Aron Einar 27 prósent. Íslendingar gætu hjálpað til og séð til þess að Aron verði leikmaður ársins.

Smelltu hér til að kjósa Aron Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af