Baráttan um sæti í Meistaradeildinni

Leikirnir sem toppliðin eiga eftir - Hvaða lið fylgja Chelsea og Tottenham í Meistaradeildina?

Fátt kemur í veg fyrir að Chelsea verði Englandsmeistari. Stóra spurningin er hvaða lið fylgja liðinu í Meistaradeildina næsta haust.
Meistaraefnin Fátt kemur í veg fyrir að Chelsea verði Englandsmeistari. Stóra spurningin er hvaða lið fylgja liðinu í Meistaradeildina næsta haust.

Fátt bendir til annars en að Chelsea hampi Englandsmeistaratitilinum í knattspyrnu áður en langt um líður. Liðið er með sjö stiga forskot þegar sjö umferðir eru eftir. Tottenham virðist vera langt komið með að tryggja sér 2. sætið. Liðið er með 5 stiga forskot á Liverpool og á auk þess leik til góða. En baráttan um hin tvö sætin sem gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu næsta vor er hörð; Liverpool, Manchester City, Arsenal og Manchester United berjast um þessi tvö sæti. Breska blaðið Daily Mail lagði á dögunum mat á möguleika þessara liða á að ná einu af fjórum efstu sætunum, meðal annars með tilliti til þeirra leikja sem liðin eiga eftir.


Liverpool varð fyrir áfalli þegar Sadio Mane meiddist á dögunum. Hann er liðinu gríðarlega mikilvægur.
Lykilmaður Liverpool varð fyrir áfalli þegar Sadio Mane meiddist á dögunum. Hann er liðinu gríðarlega mikilvægur.
Mynd: EPA

Liverpool – 31 leikur, 60 stig

Gengi Liverpool hefur verið nokkuð sveiflukennt á tímabilinu. Liðið hefur staðið sig vel gegn toppliðunum en átt í basli með lið sem fyrirfram eru talin lakari. Það sýndi sig til dæmis í 2-2 jafnteflinu við Bournemouth á dögunum.

Jákvæð merki: Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Liðið er auk þess taplaust síðan í lok febrúar sem gefur Liverpool-mönnum ákveðna von.

Neikvæð merki: Liðið hefur átt í basli með lið í neðri hlutanum. Liðið á sex leiki eftir og allir eru þeir gegn liðum sem eru um eða fyrir neðan miðja deild. Þá er Sadio Mane meiddur og talið að hann spili ekki meira á tímabilinu. Liverpool hefur ekki enn unnið deildarleik þegar hann spilar ekki.

Leikir eftir:

 1. apríl: West Brom (ú)
 2. apríl: Crystal Palace (h)
 3. maí: Watford (ú)
 4. maí: Southampton (h)
 5. maí: West Ham (ú)
 6. maí: Middlesbrough (h)

Einkunn (líkur á topp 4): 3/5


City hefur spilað ágætlega að undanförnu. Sergio Aguero er langmarkahæsti leikmaður liðsins í vetur með 24 mörk.
Góðir City hefur spilað ágætlega að undanförnu. Sergio Aguero er langmarkahæsti leikmaður liðsins í vetur með 24 mörk.

Manchester City – 30 leikir, 58 stig

City-liðið hefur náð betri takti í leik sinn eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Úrslitin hafa þó ekki verið liðinu í hag að undanförnu en vinni City þá leiki sem það á eftir er Meistaradeildarsætið þeirra. City á tiltölulega þægilega leiki eftir og þar af fjóra heimaleiki af þeim sjö sem eftir eru.

Jákvæð merki: Þetta er í þeirra höndum og leikirnir sem eru eftir ættu að geta unnist, ef liðið spilar sinn leik. Þó að úrslitin hafi ekki verið liðinu í hag hefur liðið spilað vel að undanförnu.

Neikvæð merki: Varnarleikur liðsins er áhyggjuefni og þá hafa verið sett spurningarmerki við hugarfar leikmanna, nú þegar ljóst er að titillinn er runninn liðinu úr greipum.

Leikir eftir:

 1. apríl: Southampton (ú)
 2. apríl: Manchester United (h)
 3. apríl: Middlesbrough (ú)
 4. maí: Crystal Palace (h)
 5. maí: Leicester (h)
 6. maí: Watford (ú)
  Óákveðin dagsetning: West Brom (h)

Einkunn (líkur á topp 4): 4/5


Arsenal hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiðar vikur í febrúar og mars.
Takturinn kominn? Arsenal hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiðar vikur í febrúar og mars.

Arsenal – 30 leikir, 54 stig

Nú reynir á Arsene Wenger og lærisveina hans. Liðið verður ekki Englandsmeistari og heyr nú harða baráttu um að komast í Meistaradeildina. Liðið vann öruggan sigur á West Ham á dögunum og þótti spila ágætlega í jafnteflinu gegn City. Svo kom 3-0 skellur gegn Crystal Palace á mánudag. Arsenal-liðið virðist ekki vera að finna taktinn.

Jákvæð merki: Liðið á einn til tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan og hefur spilað ögn betur í síðustu leikjum - ef leikurinn gegn Palace er undanskilinn - eftir erfiðar vikur í febrúar og mars.

Neikvæð merki: Liðið á tvo mjög erfiða leiki eftir, úti gegn Tottenham og heima gegn Manchester United. Arsenal hefur verið í basli með toppliðin í vetur. Álagið næstu vikurnar verður mikið; átta leikir í deild og einn í undanúrslitum FA Cup gætu gert liðinu erfitt fyrir.

Leikir eftir:

 1. apríl: Middlesbrough (ú)
 2. apríl: Leicester (h)
 3. apríl: Tottenham (ú)
 4. maí: Manchester United (h)
 5. maí: Stoke (ú)
 6. maí: Everton (h)
  Óákveðin dagsetning: Sunderland (h)
  Óákveðin dagsetning: Southampton (ú)

Einkunn (líkur á topp 4): 2/5


United á marga leiki eftir. Góðu fréttirnar eru þær að liðið þarf í raun bara að vinna sína leiki en slæmu fréttirnar eru þær að það hefur gengið illa í vetur.
Mikið leikjaálag United á marga leiki eftir. Góðu fréttirnar eru þær að liðið þarf í raun bara að vinna sína leiki en slæmu fréttirnar eru þæ