Sport

Liverpool-stjarna setti upp grímu og „klobbaði“ grunlausa vegfarendur

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 19:00

Atvinnumenn í knattspyrnu gera meira en að spila fótbolta, mæta á æfingar, stunda ræktina og spila Playstation.

Að minnsta kosti á það við um Hollendinginn Georginio Wijnaldum, miðjumann Liverpool, sem gekk í raðir félagsins í fyrrasumar. Wijnaldum brá á leik á dögunum þegar hann skellti sér í miðborg Liverpool og sýndi listir sínar með fótboltann.

Óhætt er að segja að Wijnaldum hafi vakið mikla lukku enda er fer þarna ansi frambærilegur fótboltamaður. Hann gerði sér að leik að rúlla boltanum í gegnum klof grunlausra vegfarenda.

Myndband af þessu skemmtilega uppátæki má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af