Gunnar Nelson: „UFC bardagi á Íslandi mun eiga sér stað“

Bardagakappinn er handviss um að lögum verði breytt hérlendis

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

MMAViking birti á dögunum viðtal við íslenska bardagakappann Gunnar Nelson á Youtube. Í viðtalinu er mikið gert úr þeirri staðreynd að íþróttin sem Gunnar sérhæfir sig í er bönnuð í heimalandi hans. Okkar maður er hinsvegar bjartsýnn á að það muni breytast. „Það er í vinnslu en breytingar sem þessar eru hægfara,“ segir Gunnar.

Í greininni er ástandið á Íslandi borið saman við Svíþjóð en bardaíþróttir eins og hnefaleikar og MMA voru bannaðar hjá frændum vorum frá 1970 til 2007. Banninu var aflétt árið 2008 og síðan þá hafa nokkrir UFC-viðburðir verið skipulagðir í Svíþjóð, meðal annars UFC Fight Night 53 í Stokkhólmi þar sem Gunnar laut í gras gegn Rick Story í október 2014.

„Íslendingar eru frekar íhaldssamir þegar kemur að ofbeldisfullum íþróttum. Jafnvel þó að þar séu stundaðar margar íþróttir sem eru hættulegri en MMA,“ segir Gunnar. „Þetta verður að gerast, þetta mun gerast,“ segir Gunnar bjartsýnn varðandi hugsanlegar lagabreytingar.

Viðtalið í fullri lengd:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.