Sport

Maradona ósáttur og ætlar í mál við Konami út af PES2017

Er falinn karakter í tölvuleiknum og vissi ekki af því

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2017 18:30

Diego Armando Maradona, einn besti knattspyrnumaður sögunnar er allt annað en sáttur með japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami. Maradona uppgötvaði nefnilega nýlega að hann er falinn karakter í fótboltaleiknum vinsæla Pro Evolution Soccer 2017 (PES2017). Svo virðist sem Konami hafi komið goðsögninni þar fyrir að honum forspurðum.

Maradona er reyndar besti leikmaðurinn í leiknum, með 97 af mögulegum 100 í getu á meðan Lionel Messi er með 94.

„Ég frétti í gær að japanska fyrirtækið Konami væri að nota ímynd mína í PES 2017. Því miður mun lögmaður minn Matias Morla þurfa að bregðast við þessu með því að grípa til lögsóknar. Ég vona að þetta sé ekki enn einn svindlið,“ skrifar Mardona á Facebook-síðu sína.

Konami hefur áður notað eftirlíkingu af Maradona í leikjum sínum, þar sem hann kallast Malgani, en engum dylst þegar hann er skoðaður nánar að þar fer eftirlíking af goðsögninni. Leyfi fyrir notkun á liðsnöfnum og leikmönnum hafa lengi plagað PES-leikina og þessar eftirlíkingar oft verið á gráu svæði. En í 2017 útgáfunni, sem kom út fyrir áramót, virðist Konami hafa gengið of langt. Maradona er þar falinn karakter sem verður aðgengilegur eftir tiltekið afrek, eða hugsanlega greiðslu. Það er Maradona ekki sáttur með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn fá að hitta fjölskyldur sínar í dag og skoða þessa sögulegu borg

Leikmenn fá að hitta fjölskyldur sínar í dag og skoða þessa sögulegu borg
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Við eigum bestu nágranna í heimi! Sjáðu fagnaðarlætin í Færeyjum eftir leik Íslands og Argentínu

Við eigum bestu nágranna í heimi! Sjáðu fagnaðarlætin í Færeyjum eftir leik Íslands og Argentínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg tók ekki þátt í upphitun íslenska liðsins í dag

Jóhann Berg tók ekki þátt í upphitun íslenska liðsins í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlar í Nígeríu segja að Ari Freyr komi inn fyrir Jóhann Berg

Fjölmiðlar í Nígeríu segja að Ari Freyr komi inn fyrir Jóhann Berg
433Sport
í gær

Húðflúr íslensku strákanna vekja athygli – Sjáðu myndirnar

Húðflúr íslensku strákanna vekja athygli – Sjáðu myndirnar
433Sport
í gær

Hörður Björgvin búinn að skrifa undir hjá CSKA

Hörður Björgvin búinn að skrifa undir hjá CSKA
433Sport
í gær

Þýskur blaðamaður orðlaus yfir strákunum utan vallar: Segir þá vera heimsmeistara á mikilvægasta sviðinu

Þýskur blaðamaður orðlaus yfir strákunum utan vallar: Segir þá vera heimsmeistara á mikilvægasta sviðinu