fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Púslin sem vantar hjá toppliðunum

Ljósi varpað á veikleika liðanna sem berjast á toppnum á Englandi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 4. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem liðið hefur á tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hafa styrkleikar og veikleikar toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni komið æ betur í ljós. Tólf umferðir eru eftir af tímabilinu á Englandi og eru flest ef ekki öll félög deildarinnar farin að huga að leikmannamálum fyrir næsta tímabil. DV rýndi í stöðu mála hjá sex efstu liðum deildarinnar og lagði mat á hvaða stöður viðkomandi lið þurfa að styrkja og hvaða leikmenn gætu hentað liðunum.


Mynd: EPA

1.) Chelsea

Gæti keypt: Framherja
Gæti einnig skoðað: Markmann og miðjumann
Möguleg skotmörk: Alvaro Morata, Moussa Dembele

Það er erfitt að benda á veikleika í liði Chelsea enda hefur liðið borið höfuð og herðar yfir önnur lið á tímabilinu. Ef einhver staða á vellinum veldur Antonio Conte, stjóra Chelsea, hugarangri er það staða fremsta manns. Diego Costa hefur skorað 16 mörk á tímabilinu en hann er í raun eini eiginlegi framherji liðsins. Ef hann meiðist gæti Chelsea lent í vandræðum. Hinn ungi Michy Batshuayi hefur ekki staðið undir væntingum og virðist ekki tilbúinn í enska boltann. Moussa Dembele, framherji Celtic, og Alvaro Morata, framherji Real Madrid, hafa verið orðaðir við Chelsea að undanförnu og þá hefur verið orðrómur á kreiki um að Thibaut Courtois hafi áhuga á að snúa aftur til Spánar. Í vikunni var því haldið fram í enskum fjölmiðlum að Chelsea og Real Madrid gætu skipst á þessum leikmönnum í sumar. Þá gæti Conte haft áhuga á að efla miðjuna enn frekar, ekki síst ef Cesc Fabregas verður seldur frá félaginu.


Mynd: EPA

2.) Tottenham

Gæti keypt: Framherja
Gæti einnig skoðað: Miðjumann
Möguleg skotmörk: Kevin Gameiro, Adrien Rabiot, Kylian Mpappe

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í vikunni að liðið þyrfti að styrkja sig talsvert í sumar án þess þó að nefna einhverjar stöður. Tottenham er með tvo af bestu bakvörðum Englands, frábæran markmann, öfluga miðju og einn heitasta framherja Evrópu í Harry Kane. Það vantar í raun ekki mikið upp á hjá Tottenham. Liðið þarf þó meiri breidd að því leyti að þegar lykilmenn meiðast finnur liðið mjög fyrir fjarveru þeirra. Mikið mæðir á Harry Kane í fremstu víglínu og Vincent Jansen hefur ekki fundið fjöl sína í enska boltanum. Þá hefur Moussa Sissoko ekki náð sér á strik hjá Tottenham og munar um minna. Liðið hefur verið orðað við Kevin Gameiro, framherja Atletico Madrid, Kylian Mbappe, vængmann Monaco sem og Adrien Rabiot, miðjumann PSG, í Frakklandi. Mögulega gætu þessir leikmenn komið liðinu í allra fremstu röð.


3.) Manchester City

Gæti keypt: Varnarmann, bakvörð
Gæti einnig skoðað: Markmann
Möguleg skotmörk: Virgil van Dijk, Fabinho, Jordan Pickford

Tímabilið hjá Manchester City hefur verið hálf einkennilegt. Á köflum hefur liðið leikið flottasta boltann en dottið niður í svaðið þess á milli. Vandræði City liggja þó fyrst og fremst aftast á vellinum eins og glögglega sést þegar stigataflan er skoðuð. Liðið hefur fengið á sig 29 mörk í 26 leikjum sem er einfaldlega of mikið. Varnarjaxlinn Vincent Kompany hefur varla spilað leik á tímabilinu og hefur hinum unga John Stones tilfinnanlega vantað leiðsögn í hjarta varnarinnar. Ef Kompany nær sér ekki aftur á strik þarf City að finna öflugan leiðtoga í vörnina fyrir næsta tímabil. Einn þeirra sem þykja koma til greina er Virgil van Dijk hjá Southampton. Þá má geta þess farið er að líða á seinni hlutann á ferli þeirra Bacary Sagna og Gael Clichy og hefur vinstri bakvörðurinn og miðjumaðurinn Fabinho hjá Monaco verið orðaður við City. Loks má benda á að Claudio Bravo hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu og það ekki að ástæðulausu. Jordan Pickford, markvörður Sunderland, hefur verið orðaður við City en líklegt þykir þó að Pep Guardiola haldi tryggð við Bravo.


4.) Arsenal

Gæti keypt: Framherja
Gæti einnig keypt: Miðjumann
Möguleg skotmkörk: Adrien Rabiot, Lorenzo Insigne, Andrea Belotti, Kylian Mbappe

Arsenal hefur verið í talsverðu basli undanfarnar vikur og hefur Arsene Wenger enn eina ferðina setið undir gagnrýni. Liðið er í harðri keppni um að komast í Meistaradeildina að ári og alls ekki öruggt um sæti þar. Vitað er að Arsene Wenger hefur verið á höttunum eftir framherja en það hefur ekki gengið sem skyldi. Þá hefur Arsenal vantað leiðtoga á miðjuna, leikmann sem getur stjórnað leikjum upp á eigin spýtur. Granit Xhaka er ekki kominn þangað og þá hefur spurningarmerki verið sett við frammistöðu Francis Coquelin í vetur. Ljóst er að Arsenal mun leita allra leiða til að styrkja hópinn í sumar og hefur Adrien Rabiot hjá PSG verið nefndur sem valkostur á miðjuna. Hann er í hópi efnilegustu miðjumanna heims. Þá er Wenger sagður hafa augastað á Ítalanum Andrea Belotti, framherja Torino, sem er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar með 19 mörk.


Mynd: EPA

5.) Liverpool

Gæti keypt:Varnarmann
Gæti einnig keypt: Markvörð
Möguleg skotmörk: Virgil van Dijk, Alexandre Lacazette, Mattia De Sciglio

Eftir fína byrjun á leiktíðinni hefur gefið á bátinn að undanförnu hjá lærisveinum Jurgen Klopp. Einhverjir vilja meina að mikið leikjaálag um og upp úr áramótum hafi gert liðinu erfitt fyrir en eftir nokkuð gott frí kom 3-1 skellur gegn Leicester í vikunni. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, benti í kjölfarið á nokkur atriði sem betur mættu fara. Í fyrsta lagi benti hann á að James Milner væri ekki vinstri bakvörður og í öðru lagi að Lucas Leiva væri ekki miðvörður. Hvorki honum né liðinu væri greiði gerður með því að spila honum úr stöðu. Enginn velkist í vafa um að Liverpool er með eitt allra skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar þegar það spilar vel. Vandamálin liggja annars staðar eins og Carragher benti á. Liverpool hefur fengið á sig flest mörk þeirra liða sem skipa efstu sex sætin; margir vilja meina að hvorki Simon Mignolet né Loris Karius séu nógu góðir til að vera aðalmarkmenn og þá virðist liðið líða fyrir það að hafa ekki ekki alvöru leiðtoga í miðri vörninni. Klopp bíður það vandasama verkefni að stoppa í götin í vörninni. Loks má geta þess að margir stuðningsmenn liðsins hafa kallað eftir nýjum framherja, enda hafa bæði Danny Ings og Daniel Sturridge glímt við erfið meiðsl undanfarin misseri.


6.) Manchester United

Gæti keypt: Miðjumann
Gæti einnig keypt: Bakvörð, framherja
Möguleg skotmörk: Neymar, Fabinho, Moussa Dembele, Victor Lindelöf, Antoine Griezmann

Manchester United hefur náð vopnum sínum að undanförnu eftir erfiða byrjun. Enn er þó ýmsa veikleika að finna á United-liðinu þrátt fyrir að milljörðum hafi verið varið í leikmannakaup á undanförnum árum. Fyrir það fyrsta þarf United að fara að finna leikmann sem getur fyllt skarð Michael Carrick á miðjunni. Carrick er á lokametrunum á sínum ferli en enn gríðarlega mikilvægur. Þá hefur mikið mætt á Zlatan Ibrahimovic í fremstu víglínu og hann hefur að mestu séð um markaskorun á tímabilinu. Þar sem hann er orðinn 35 ára og verður auk þess samningslaus í sumar þarf United að fara að huga að eftirmanni hans. Þá hefur staða vinstri bakvarðar verið höfuðverkur fyrir Mourinho; hann virðist ekki treysta Luke Shaw í verkefnið, Matteo Darmian hefur verið ótraustur eins og Marcos Rojo sem nýtist best í miðri vörninni. United hefur verið orðað við ýmsa leikmenn undanfarnar vikur; því er haldið fram að það sé nánast frágengið að Antoine Griezmann komi til félagsins í sumar og þá hefur Neymar hjá Barcelona verið orðaður við liðið. Moussa Dembele hjá Celtic gæti komið eins og Fabinho, vinstri bakvörður Monaco sem einnig getur spilað á miðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi