Stórkostlegur Gunnar Nelson gekk frá Alan Jouban

Náði góðu höggi í 2. lotu og kláraði bardagann með stæl

Gunnar fór með sigur af hólmi.
Magnaður Gunnar fór með sigur af hólmi.

Gunnar Nelson sigraði Bandaríkjamanninn Alan Jouban örugglega í bardaga sínum í UFC í O2-höllinni í London í kvöld. Gunnar náði frábærri fléttu í annarri lotu og náði þá góðu höggi sem vankaði Jouban. Eftirleikurinn var auðveldur og gekk Gunnar frá andstæðingi sínum í gólfinu örfáum sekúndum síðar.

Gunnar var með yfirhöndina í fyrstu lotu og náði að taka Jouban niður í gólfið um miðbik lotunnar. Það var í raun aldrei spurning hvernig bardaginn myndi fara enda virtist Gunnar vera með það á hreinu hvernig verjast ætti Jouban.

Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í nokkurn tíma, en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Ljóst er þó að þessi frábæri íþróttamaður er í góðu formi og til alls vís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.