Manchester United mætir Anderlecht

United mætir toppliðinu í Belgíu, Anderlecht í 8-liða úrslitum.
Fara til Belgíu United mætir toppliðinu í Belgíu, Anderlecht í 8-liða úrslitum.
Mynd: EPA

Manchester United mætir Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en dregið var nú í hádeginu. United sló Rostov frá Rússlandi út í 16-liða úrslitunum á meðan Anderlecht hafði betur gegn APOEL Nicosia frá Kýpur.

Celta Vigo frá Spáni dróst gegn Genk frá Belgíu, Ajax mætir Schalke og þá mætast Lyon og Besiktas. Fyrri leikirnir fara fram 13. apríl en seinni leikirnir 20. apríl.

Sigur í Evrópudeildinni tryggir sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.