Sport

Fullyrt að Viðar Örn hafi mætt ölvaður í landsliðsverkefni

Stjörnuframherjinn er í landsliðshóp Íslands fyrir næsta leik gegn Kosóvó

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 17. mars 2017 13:58

Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, var ölvaður þegar hann kom til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu á síðasta ári. Landsliðshópurinn hittist þá í Parma á Ítalíu. Þetta er fullyrt í frétt á Visir.is

Áfengi er stranglega bannað í landsliðsverkefnum og var Heimir Hallgrímsson spurður út í atvikið á nýafstöðnum blaðamannafundi

Ég myndi ekki vilja ræða þetta hérna, áfengi er ekki leyft í okkar ferðum. Þetta er alls ekki í boði,“ sagði Heimir Hallgrímsson. ,,Hann mun skila góðu starfi í þessu verkefni, ég ræddi þetta við hann. Þetta eru á gráu svæði, hvað getum við gert við leikmann sem er ekki mættur í verkefni.“ Þessi ummæli eru höfð eftir Heimi á vefsíðunni 443.is

Engu að síður er Viðar Örn í landsliðshópi Íslands sem mætir Kosóvó í undankeppni HM 2018 í næstu viku. Viðar Örn hefur verið sjóðheitur með liði sínu í Ísrael þar sem hann hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Sjúkraþjálfari Íslands lenti í hjólaslysi

Sjáðu myndirnar – Sjúkraþjálfari Íslands lenti í hjólaslysi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Len Isleifsson gæti ekki verið stoltari: Skyldur 22 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins – sendir strákunum falleg skilaboð

Len Isleifsson gæti ekki verið stoltari: Skyldur 22 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins – sendir strákunum falleg skilaboð