Fullyrt að Viðar Örn hafi mætt ölvaður í landsliðsverkefni

Stjörnuframherjinn er í landsliðshóp Íslands fyrir næsta leik gegn Kosóvó

Mynd: Vålerenga

Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, var ölvaður þegar hann kom til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu á síðasta ári. Landsliðshópurinn hittist þá í Parma á Ítalíu. Þetta er fullyrt í frétt á Visir.is

Áfengi er stranglega bannað í landsliðsverkefnum og var Heimir Hallgrímsson spurður út í atvikið á nýafstöðnum blaðamannafundi

Ég myndi ekki vilja ræða þetta hérna, áfengi er ekki leyft í okkar ferðum. Þetta er alls ekki í boði,“ sagði Heimir Hallgrímsson. ,,Hann mun skila góðu starfi í þessu verkefni, ég ræddi þetta við hann. Þetta eru á gráu svæði, hvað getum við gert við leikmann sem er ekki mættur í verkefni.“ Þessi ummæli eru höfð eftir Heimi á vefsíðunni 443.is

Engu að síður er Viðar Örn í landsliðshópi Íslands sem mætir Kosóvó í undankeppni HM 2018 í næstu viku. Viðar Örn hefur verið sjóðheitur með liði sínu í Ísrael þar sem hann hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.