Bayern mætir Real Madrid: Leicester og Atletico mætast

Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitunum.
Mæta Bayern Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitunum.

Evrópumeistarar Real Madrid fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðið dróst gegn Bayern Munchen. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA nú á tólfta tímanum.

Þetta eru tvö af sigursælustu liðum evrópskrar knattspyrnu og ljóst að um tvo hörkuleiki verður að ræða.

Englandsmeistarar Leicester, sem slógu út Sevilla í 16-liða úrslitunum, mæta öðru spænsku liði í 8-liða úrslitunum, Atletico Madrid sem spilaði til úrslita í fyrra.

Þá mætast Monaco og Borussia Dortmund, en Monaco sló Manchester City úr leik í 16-liða úrslitunum í tveimur hörkuleikjum. Borussia Dortmund fór áfram eftir sigur á Benfica.

Loks drógust Barcelona og Juventus saman, en þessi lið léku einmitt til úrslita í Meistaradeildinni vorið 2015 þar sem Barcelona hafði betur.

Leikirnir fara fram 11. og 12. apríl og 18 og 19. apríl

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.