Bróðir Eiðs Smára til Swansea

Arnór Borg Guðjohnsen á leið til Englands

Mynd: Blikar.is

Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea hefur samið við Arnór Borg Guðjohnsen, sextán ára leikmann Breiðabliks. Arnór er hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta og sigursælasta leikmanns íslenskrar knattspyrnusögu.

Frá þessu er greint á Blikar.is.

Þar segir að Arnór hafi verið hluti af sterkum 2000 árgangi Breiðabliks sem hefur verið sigursæll í yngri flokkunum. Arnór fór til reynslu til Swansea fyrir skemmstu og þar hafi hann hrifið forráðamenn Swansea sem vildu kaupa hann. Það gekk eftir og mun Arnór ganga í raðir Swansea í sumar.

Eins og kunnugt er leikur Gylfi Þór Sigurðsson með Swansea þar sem hann hefur slegið rækilega í gegn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.