Sport

11 leikmenn sem hafa sannað það í vetur að aldur er bara tala í fótbolta

Zlatan, Buffon, Robben og alir hinir

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2017 23:00

Á yfirstandandi tímabili í Evrópuboltanum hafa fjölmargir knattspyrnumenn, sem komnir eru vel á fertugsaldurinn, staðið sig frábærlega með sínum liðum. Í því samhengi nægir að nefna Zlatan Ibrahimovic, framherja Manchester United, sem hefur skorað 26 mörk í vetur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. En þeir eru fleiri eins og FourFourTwo-tímaritið komst að raun um.


Arjen Robben

Félag: FC Bayern
Aldur: 33 ára

Robben sýndi það og sannaði í einvíginu gegn Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar að hann er enn með töfra í skónum. Robben skoraði í báðum leikjunum og hefur nú skorað 11 mörk á tímabilinu, sem er dágott sé litið til þess að hann er 33 ára.


Mynd: EPA

Dante

Félag: Nice
Aldur: 33 ára

Einhverjir héldu að Dante væri búinn að vera þegar hann yfirgaf Bayern árið 2015 og gekk til liðs við Wolfsburg. Eftir eitt tímabil með þeim ákvað Dante að reyna fyrir sér í Frakklandi þar sem hann hefur blómstrað. Nice er í toppbaráttunni í Frakklandi og er það ekki síst góðum leik Dante og Mario Balotelli að þakka.


Daniele De Rossi

Félag: Roma
Aldur: 33 ára

Ítalskir leikmenn eiga það til að eldast jafn vel og rauðvín – þeir verða bara betri með aldrinum. Daniele De Rossi er í þeim hópi leikmanna. Hann hefur um árabil verið lykilmaður í liði Roma og er enn í dag einn mikilvægasti leikmaður liðsins. Roma er í toppbaráttunni á Ítalíu auk þess sem liðið er enn í baráttunni í Evrópudeildinni.


Mynd: EPA

Gabi

Félag: Atletico Madrid
Aldur: 33 ára

Gabi er herforinginn á miðju Atletico Madrid. Þessi ótrúlega drjúgi baráttuhundur smellpassar inn í leikskipulag Diego Simeone og skilar alltaf sínu. Gabi ólst upp í herbúðum Atletico en lék með Real Zaragoza í fjögur ár áður en hann snéri aftur á Vicente Calderón árið 2011. Gabi skrifaði nýlega undir nýjan samning við Atletico. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur hann aldrei spilað landsleik fyrir Spán.


Mynd: EPA

Jermaine Defoe

Félag: Sunderland
Aldur: 34 ára

Jermaine Deofoe er einn af þessum leikmönnum sem alltaf skilar mörkum. Skiptir þá engu hvort liðið sem hann spilar með er í baráttunni á toppi eða botni deildarinnar – eins og raunin er nú með Sunderland. Hann hefur skorað 14 mörk í 27 leikjum á tímabilinu með Sunderland og er ein helsta ástæða þess að liðið á enn möguleika á að halda sér í úrvalsdeildinni.


Mynd: EPA

Marco Borriello

Félag: Cagliari
Aldur: 34 ára

Þessi ítalski framherji hefur líklega sjaldan á ferli sínum skorað meira en einmitt nú. Borriello hefur leikið með ógrynni liða á ferli sínum; Milan, Roma, Juventus, West Ham, Atalanta, Genoa og Sampdoria svo fáein séu nefnd. Í vetur hefur þessi 34 ára sóknarmaður, sem aldrei hefur spilað landsleik, skorað 12 mörk í ítölsku deildinni þar sem hann er í hópi markahæstu manna.


Mynd: Mynd Reuters

Xabi Alonso

Félag: FC Bayern
Aldur: 35 ára

Þessi magnaði miðjumaður hefur unnið nær alla þá titla sem í boði eru. Alonso tilkynnti í vikunni að hann ætlli að leggja skóna á hilluna margfrægu eftir tímabilið. Það er ekki vegna þess að farið er að hægjast á Alonso eða tækifærum hans í liði Bayern fari fækkandi. Alonso vill hætta á toppnum og þar er hann einmitt nú.


Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic

Félag: Manchester United
Aldur: 35 ára

Eins og kemur fram fremst í fréttinni hefur Zlatan verið magnaður í liði Manchester United í vetur. Hann er langmarkahæsti leikmaður liðsins með 26 mörk í öllum keppnum í vetur. Þessi stórbrotni framherji fer líklega í sögubækurnar sem einn besti framherji sögunnar. Á ferli sínum hefur hann skorað 418 mörk í 509 leikjum. Það geta fáir toppað það.


Mynd: EPA

Aritz Aduriz

Félag: Atletic Bilbao
Aldur: 36 ára

Aduriz er goðsögn í lifanda lífi hjá stuðningsmönnum Athletic Bilbao þar sem hann hefur leikið frá árinu 2012. Hann ólst upp í Baskahéröðum Spánar og spilaði með Bilbao á árunum 2000 til 2002 og 2006 til 2008 áður en hann gekk í þriðja sinn í raðir félagsins árið 2012. Aduriz er í hópi markahæstu leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en á ferli sínum hefur hann skorað 248 mörk. Hann hefur ekki sýnt nein merki þess að farið sé að hægjast á honum. Til marks um það hefur hann skorað 16 mörk í 29 leikjum í vetur.


Mynd: EPA

Gareth McAuley

Félag: WBA
Aldur: 37 ára

Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi 37 ára miðvörður markahæsti leikmaður WBA á tímabilinu með sjö mörk, jafn mörg og Salomón Rondón. Þar af hafa sex komið í deildinni og er hann markahæsti varnarmaður deildarinnar. Saga McAuley er um margt merkileg en hann lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður þegar hann var orðinn 24 ára. Auk þess að skora mikilvæg mörk hefur McAuley varist frábærlega á tímabilinu.


Gianluigi Buffon

Félag: Juventus
Aldur: 39 ára

Það verður ekki hjá því komist að koma nafni Gianluigi Buffon fyrir í úttekt sem þessari. Þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára er Buffon enn í hópi bestu markvarða heims. Á ótrúlegum ferli sínum hefur hann spilað 830 leiki með félagsliðum og leikið 167 leiki með landsliðinu. Það styttist því í þúsundasta leikinn hjá Buffon sem enn er markvörður númer 1 hjá Juventus og ítalska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“

Aron lofsyngur sjúkrateymi landsliðsins – ,,Ég varð 100 prósent í gær“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn fá að hitta fjölskyldur sínar í dag og skoða þessa sögulegu borg

Leikmenn fá að hitta fjölskyldur sínar í dag og skoða þessa sögulegu borg
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Við eigum bestu nágranna í heimi! Sjáðu fagnaðarlætin í Færeyjum eftir leik Íslands og Argentínu

Við eigum bestu nágranna í heimi! Sjáðu fagnaðarlætin í Færeyjum eftir leik Íslands og Argentínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg tók ekki þátt í upphitun íslenska liðsins í dag

Jóhann Berg tók ekki þátt í upphitun íslenska liðsins í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlar í Nígeríu segja að Ari Freyr komi inn fyrir Jóhann Berg

Fjölmiðlar í Nígeríu segja að Ari Freyr komi inn fyrir Jóhann Berg
433Sport
í gær

Húðflúr íslensku strákanna vekja athygli – Sjáðu myndirnar

Húðflúr íslensku strákanna vekja athygli – Sjáðu myndirnar
433Sport
í gær

Hörður Björgvin búinn að skrifa undir hjá CSKA

Hörður Björgvin búinn að skrifa undir hjá CSKA
433Sport
í gær

Þýskur blaðamaður orðlaus yfir strákunum utan vallar: Segir þá vera heimsmeistara á mikilvægasta sviðinu

Þýskur blaðamaður orðlaus yfir strákunum utan vallar: Segir þá vera heimsmeistara á mikilvægasta sviðinu