Klóra sér í kollinum yfir úrvalsliði Eiðs

Eiður lék með Chelsea á árunum 2000 til 2006 en það vakti athygli sumra á Twitter að enginn Chelsea-maður er í Fantasy-liðinu hans.
Enginn Chelsea-maður Eiður lék með Chelsea á árunum 2000 til 2006 en það vakti athygli sumra á Twitter að enginn Chelsea-maður er í Fantasy-liðinu hans.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen fékk suma Twitter-notendur til að klóra sér í kollinum á laugardagskvöld.

Eiður birti þar mynd af úrvalsliði sínu í Fantasy, en fyrir þá sem ekki til þekkja er um að ræða leik þar sem knattspyrnuáhugamenn geta valið sér lið og keppt við aðra notendur. Leikmenn fá stig fyrir ýmis atriði, til dæmis mörk, stoðsendingar og þá fá varnarmenn stig fyrir að halda hreinu svo dæmi séu tekin.

Það vakti athygli að Eiður var ekki með neinn leikmann toppliðs Chelsea í sínu liði. Eiður lék sem kunnugt er með Chelsea á árunum 2000 til 2006 þar sem hann átti sín bestu ár á ferlinum. Margir skutu létt á þennan markahæsta leikmann í sögu íslenska landsliðsins. Eiður svaraði fyrir hins vegar vel fyrir sig eins og sjá má hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.