fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Ranieri rekinn frá Leicester

Ekki liðið ár síðan liðið varð Englandsmeistari

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Claudio Ranieri hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Leicester, innan við ári eftir að hann leiddi liðið til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Leicester hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og er liðið nú aðeins einu stigi frá fallsvæðinu eftir afleitt gengi í deildinni að undanförnu.

Leicester tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Sevilla í gærkvöldi, 2-1, og er í ágætum málum fyrir seinni leikinn. Þó að liðið hafi náð ágætis úrslitum í gærkvöldi var það ekki nóg. Breska blaðið Guardian greindi frá því í kvöld að Ranieri hafi verið kallaður til fundar við komuna til Englands í morgun og þar hafi hann fengið þær fréttir að ekki yrði óskað eftir hans kröftum lengur.

„Þetta var erfiðasta ákvörðun sem félagið hefur þurft að taka á þeim sjö árum sem liðin eru síðan King Power eignaðist félagið,“ sagði Leicester í yfirlýsingu í kvöld. Það verði að taka langtíma hagsmuni félagsins fram yfir hagsmuni einstakra einstaklinga innan félagsins og stjórn Leicester hafi talið réttast að fá nýjan mann til að stýra Leicester. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfinu.

Eins og allir vita leiddi Ranieri Leicester til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er árangurinn sem liðið náði í fyrra í flokki með mestu íþróttaafrekum sögunnar. Margir spáðu liðinu falli í fyrra en þvert á væntingar stóð Leicester uppi sem sigurvegari. Félagið þakkaði Ranieri fyrir vel unnin störf í yfirlýsingu sinni og sagði að félagið yrði þakklátt honum um ókomin ár.

„Vonir okkar eða væntingar voru aldrei þær að félagið myndi endurtaka leikinn frá því í fyrra. Raunar var fyrsta markmið félagsins að halda sér í deild þeirra bestu. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir mikilli baráttu við að ná því markmiði og það er mat félagsins að breytinga sé þörf til að ná því í þeim þrettán leikjum sem eftir eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal þarf að bíða lengur – ,,Einfaldlega of snemmt“

Arsenal þarf að bíða lengur – ,,Einfaldlega of snemmt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Í gær

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur