fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

5 hlutir sem Arsene Wenger gæti gert þegar hann hættir með Arsenal

Mun ekki sitja auðum höndum þegar hann hættir með Arsenal

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, liggur undir gagnrýni þessa dagana eftir slæmt gengi liðsins á undanförnum vikum. Liðið er svo gott sem úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og þá eru líkurnar á að liðið komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar hverfandi eftir 5-1 tap gegn Bayern Munchen í vikunni.

Á blaðamannafundi á föstudag vildi Wenger lítið gefa upp um framtíð sína. Hann hefur stýrt Arsenal-liðinu frá árinu 1996 og svaraði spurningum blaðamanna á þá leið að hann myndi þjálfa á næstu leiktíð, hvort sem það yrði hjá Arsenal eða einhverju öðru félagi.

Ljóst er að Wenger mun ekki sitja auðum höndum þegar hann lætur gott heita hjá Arsenal. Reynsla hans gæti reynst mörgum félögum dýrmæt. Breska blaðið Mirror tók saman fimm hluti sem Wenger gæti gert eftir að tími hans hjá Arsenal tekur enda.

1.) Hann gæti tekið við PSG

Líkurnar á þessu eru kannski ekki ýkja miklar, að minnsta kosti ekki ef horft er til 4-0 sigur PSG á Barcelona í vikunni. Gengi PSG í frönsku deildinni hefur þó valdið vonbrigðum á tímabilinu og er Monaco með pálmann í höndunum þegar skammt er eftir af mótinu. PSG hefur lengi haft augastað á Wenger og ef allt fer í handaskol hjá Unai Emery, stjóra PSG, gæti vel farið svo að liðið líti til Wengers.

2.) Hann gæti tekið við Monaco

Leonardo Jardim hefur gert fína hluti með Monaco og komið liðinu í fremstu röð í Frakklandi að nýju. Wenger er þó dálæti allra í Monaco enda þjálfaði hann liðið á árunum 1987 til 1994. Monaco-liðið er með marga unga og spennandi leikmenn í sínum röðum og það gæti verið freistandi fyrir félagið að fá Wenger til að koma liðinu lengra.

3.) Hann gæti tekið við franska landsliðinu

Wenger gæti ef til vill vel hugsað sér að taka við landsliði á þessum tímapunkti á ferli sínum. Wenger er orðinn 67 ára og álagið er aðeins minna við þjálfun landsliðs en stórliðs á Englandi. Frakkar eru með spennandi lið, það komst í úrslit EM í sumar en tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleiknum. Franska knattspyrnusambandið myndi eflaust horfa til Wengers ef hann hættir fljótlega hjá Arsenal.

4.) Hann gæti tekið við kínverska landsliðinu

Uppgangurinn í kínverskum fótbolta hefur verið ævintýri líkastur að undanförnu. Félagsliðin sanka að sér hverri stórstjörnunni á fætur annarri og mikil áhersla er lögð á þjálfun ungra kínverskra leikmanna. Ekki þykir útilokað að Kína verði stórveldi á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar í náinni framtíð. Wenger er þekktur fyrir að ná því besta út úr ungum leikmönnum og hann gæti því hentað fullkomlega sem landsliðsþjálfari Kína.

5.) Real Madrid

Þetta þykir ekki beint líklegt en ótrúlegri hlutir hafa gerst. Zinedine Zidane er við stjórnvölin hjá Madridarliðinu og hefur hann náð fínum árangri. Liðið er á toppnum á Spáni og tapar sárasjaldan. Þrátt fyrir það hefur liðið ekki þótt spila neitt stórkostlegan fótbolta og það vita það allir sem stýrt hafa Real Madrid að starfsöryggið er lítið sem ekkert ef árangurinn lætur standa á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði