fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Sport

Zlatan ekki skorað meira gegn neinu liði en Saint-Etienne

United mætir Saint-Etienne í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mætir Saint-Etienne í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Leikurinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir.

Manchester United er sigursælasta lið Englands á meðan Saint-Etienne er sigursælasta lið Frakklands. Þá eru Paul Pogba, leikmaður Manchester United, og Florentin Pogba, leikmaður Saint-Etienne, bræður. Loks mun Zlatan Ibrahimovic, framherji United, mæta liðinu sem hann hefur oftast skorað gegn.

Meðan Zlatan lék með PSG í Frakklandi lék hann 13 sinnum gegn Saint-Etienne. Í þessum 13 leikjum skoraði Zlatan hvorki meira né minna en 14 mörk, fleiri en gegn nokkru liði á frábærum ferli sínum sem atvinnumaður.

Meðan Zlatan lék á Ítalíu skoraði hann 12 mörk gegn Palermo og hjá PSG í Frakklandi skoraði hann 11 mörk gegn Marseille og Nice. Þá hefur hann skorað 10 mörk gegn Bastia, Roma og Parma, 9 mörk gegn Nates, Lyon og Toulouse og 8 mörk gegn Fiorentina og Lorient.

Zlatan hefur verið í fínu formi með Manchester United á leiktíðinni og er búinn að skora 20 mörk í 34 leikjum.

Leikur United og Saint-Etienne hefst klukkan 20 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“