fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Þetta eru launahæstu leikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni

Gylfi og Llorente launahæstir hjá Swansea – Þrír launahæstu ekki fastamenn í sínum liðum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. febrúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er heldur betur fróðlegt að rýna í tölur sem breska dagblaðið The Times hefur tekið saman yfir launahæstu leikmenn hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að þrír launahæstu leikmenn deildarinnar hafa aðeins byrjað 24 leiki samtals. Og það er óhætt að kalla þá ofurlaunamenn.

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, er langlaunahæsti leikmaður deildarinnar með 300 þúsund pund á VIKU eða sem nemur rúmlega 42 milljónum króna. En Rooney hefur aðeins komið við sögu í 17 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk. Samningur hans rennur út sumarið 2019 en Rooney hefur verið orðaður við kínversku deildina að undanförnu. Ekki einu sinni Zlatan Ibrahimovic eða Paul Pogba geta skákað honum í launum hjá United.

Framherji Manchester United er launahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Jose Mourinho á tímabilinu.
Wayne Rooney Framherji Manchester United er launahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Jose Mourinho á tímabilinu.

Mynd: EPA

Ekki lykilmenn í sínum liðum

Yfirlit Times sýnir að United, Manchester City og Chelsea eru í algjörum sérflokki þegar kemur að launagreiðslum.
Hjá Chelsea er Cesc Fabregas, nokkuð óvænt, launahæsti leikmaður félagsins með 220 þúsund pund á viku eða sem nemur rúmlega 31 milljón króna. Yaya Toure er sá leikmaður sem næst kemst Rooney, með 240 þúsund pund á viku eða sem nemur tæpum 34 milljónum króna.

Miðjumaðurinn sterki hefur verið að fá leiki að undanförnu eftir að hafa verið í ónáð hjá City framan af tímabili. Næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar.
Yaya Toure Miðjumaðurinn sterki hefur verið að fá leiki að undanförnu eftir að hafa verið í ónáð hjá City framan af tímabili. Næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar.

Mynd: EPA

Þessir þrír launahæstu leikmenn deildarinnar hafa allir verið jaðarsettir hjá sínum félögum á tímabilinu. Fabregast hefur aðeins byrjað 5 leiki undir stjórn Antonio Conte og er fastlega búist við að hann yfirgefi herbúðir Chelsea í sumar. Rooney hefur byrjað átta leiki en Toure ellefu. Eftirr að hafa verið í frystikistunni hjá Pep Guardiola, stjóra City, framan af tímabilinu hefur Toure verið að fá tækifæri í byrjunarliðinu að undanförnu.

Hefur aðeins byrjað 5 leiki hjá Chelsea á tímabilinu en þiggur þó verulega góð laun á meðan hann vermir bekkinn.
Cesc Fabregas Hefur aðeins byrjað 5 leiki hjá Chelsea á tímabilinu en þiggur þó verulega góð laun á meðan hann vermir bekkinn.

Mynd: EPA

Félögin þrjú eru að greiða launahæstu leikmönnum sínum umtalsvert hærri laun en t.a.m. Liverpool, Arsenal og Tottenham þar sem launahæstu leikmenn þeirra fá að hámarki 150 þúsund pund.

Lægst eru launin hjá nýliðum Hull og Burnley, eins og kannski gefur að skilja, en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. Nýjasti liðsmaður Burnley, Robbie Brady, er þó launahæstur þar með 35 þúsund pund á viku (4,9 milljónir kr.), það sama og Abel Hernandez, launahæsti leikmaður Tígranna.

Gylfi kemst á lista

Gylfi Þór Sigurðsson kemst á listann sem launahæsti leikmaður Swansea ásamt spænska framherjanum Fernando Llorente. Þeir félagar eru sagðir fá 70 þúsund pund á viku, eða sem nemur ríflega 9,8 milljónum króna. Algjörlega hlutlaust mat á þeirri staðreynd, og listanum í heild, er að Gylfi á skilið launahækkun. Ef okkar maður heldur áfram að spila eins vel og hann hefur verið að gera á tímabilinu er þó ljóst að hans gæti beðið feitari launapakki í sumar ef stórliðin reyna að krækja í hann.

Tony Pulis kann að fá sem mest fyrir aurinn en launahæstu leikmenn West Brom, sem situr í 8. sæti deildarinnar, eru Skotarnir Darren Fletcher og James Morrison með 60 þúsund pund á viku (8,4 milljónir kr.).
Markvörðurinn Fraser Forster getur ekki kvartað undan launaumslaginu hjá Southampton sem telur 90 þúsund pund á viku (12,7 milljónir kr.).

Þá vekur ekki síður athygli að Christian Benteke, launahæsti leikmaður Crystal Palace, þénar jafnmikið og stjörnuleikmenn Tottenham, Harry Kane og Hugo Lloris (120 þúsund pund á viku/16,9 milljónir kr.) en hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni, í stafrófsröð eftir liðum.


Launahæstu leikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni

Félag Leikmaður Vikulaun í £ Vikulaun í ísl. kr.
Arsenal Mesut Özil £140.000 19,7 milljónir
Bournemouth Jack Wilshere £80.000 11,3 milljónir
Burnley Robbie Brady £35.000 4,9 milljónir
Chelsea Cesc Fàbregas £220.000 31 milljón
Crystal Palace Christian Benteke £120.000 16,9 milljónir
Everton Romelu Lukaku £75.000 10,5 milljónir
Hull Abel Hernández £35.000 4,9 milljónir
Leicester Jamie Vardy/Riyad Mahrez £100.000 14,1 milljón
Liverpool Philippe Coutinho £150.000 21,1 milljónir
Manchester City Yaya Touré/Sergio Agüero £240.000 33,8 milljónir
Manchester United Wayne Rooney £300.000 42,3 milljónir
Middlesbrough Álvaro Negredo £100.000 14,1 milljón
Southampton Fraser Forster £90.000 12,7 milljónir
Stoke Xherdan Shaqiri/Marko Arnautovic £65.000 9,1 milljón
Sunderland Jermain Defoe £70.000 9,8 milljónir
Swansea Fernando Llorente/Gylfi Sigurdsson £70.000 9,8 milljónir
Tottenham Harry Kane/Hugo Lloris £120.000 16,9 milljónir
Watford: Troy Deeney £50.000 7 milljónir
West Brom Darren Fletcher/James Morrison £65.000 9,1 milljón
West Ham Andy Carroll £80.000 11,2 milljónir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

David Beckham höfðaði mál gegn 150 fyrirtækjum og hafði betur

David Beckham höfðaði mál gegn 150 fyrirtækjum og hafði betur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði frábært mark um helgina og skrifar nú undir nýjan samning

Skoraði frábært mark um helgina og skrifar nú undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
433Sport
Í gær

Vann sitt fyrrum lið á gamla heimavellinum – ,,Ég mun alltaf elska þetta félag“

Vann sitt fyrrum lið á gamla heimavellinum – ,,Ég mun alltaf elska þetta félag“