fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Guðni kjörinn formaður KSÍ

Hafði betur gegn Birni Einarssyni með 83 atkvæðum gegn 66

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 11. febrúar 2017 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Kosið var á ársþingi KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum.

Guðni barðist við Björn Einarsson, formann Víkings, um formannsembættið, en Geir Þorsteinsson tilkynnti sem kunnugt er í byrjun árs að hann hygðist láta af embætti eftir tíu ára setu á stóli formanns.

Tvísýnt var um niðurstöðu formannskosningarinnar en svo fór að Guðni hlaut 83 atkvæði en Björn 66. Guðni, sem er lögfræðimenntaður, er 51 árs. Hann lék á sínum tíma 80 landsleiki fyrir Ísland. Þá lék hann í fjölmörg ár á Englandi, bæði með Tottenham og Bolton.

Í sigurræðu sinni, sem Fótbolti.net vitnar til, sagðist Guðni ætla að gera sitt besta og gera íslenskan fótbolta að stolti allra Íslendinga. Þá þakkaði hann Birni fyrir drengilega baráttu í aðdraganda kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Í gær

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli