fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Lars tekinn við Noregi og Twitter logar: „Það hefur eitthvað gengið á“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars hefur undanfarið verið til aðstoðar sænska landsliðinu en hann þjálfaði sem kunnugt er Ísland frá árinu 2011 til 2016. Hann lét af störfum eftir frábæran árangur á EM síðastliðið sumar.

Undir stjórn Lars og Heimis Hallgrímssonar komast íslenska landsliðið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu og liðið hefur aldrei staðið framar á styrkleikalista FIFA.

Lars sagði þegar hann hætti með Ísland að eitthvað mikið þyrfti að koma til svo hann tæki að sér annað landsliðsþjálfarastarf. Hann væri orðinn gamall og vildi eiga rólegt ævikvöld.

Óhætt er að segja að Twitter logi vegna málsins og eru tilfinningarnar blendnar. Kenningar um brotthvarf Lars eru þegar komnar á loft. Ritstjóri 433.is segist þannig hafa heyrt í desember að Lars hefði viljað halda áfram en að aðilar innan KSÍ hefðu viljað að Heimir tæki einn við liðinu.

Útvarpsmaðurinn Hjörvar Hafliðason spyr hvers vegna Lars hafi ekki viljað halda áfram með liðið. „Það hefur eitthvað gengið á.“ Atli Fannar Bjarkason á Nútímanum segir: „Sem sagt: Við hefðum getað haft hann lengur en eitthvað eða einhver klúðraði því.“

Aðrir eru á því að peningar hafi ráðið för. Í Noregi sé enginn skortur á fjármagni.

Lars hefur látið hafa eftir sér að hann hyggist láta norska landsliðið spila eins og það íslenska gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?