Geir ósáttur við val á íþróttamanni ársins: „Þetta gengur ekki lengur“

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, virðist ekki vera parhrifinn af valinu á íþróttamanni ársins sem kunngjört var við hátíðlega athöfn í kvöld.

Eins og greint hefur verið frá var kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir valin íþróttamaður ársins og eru margir á því að hún hafi átt þessa nafnbót skilið, enda náð frábærum árangri á árinu sem er að líða.

Geir, sem gengdi formennsku KSÍ í áraraðir, gagnrýnir valið á Twitter og virðist óhress með að knattspyrnumaður hafi ekki verið valinn. Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson komu á eftir Ólafíu, en íslenska karlalandsliðið náði þeim einstaka árangri á árinu að tryggja sér þátttökurétt í lokakeppni HM.

Geir segir á Twitter:

„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“


Ertu sammála Geir? Segðu þína skoðun hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.