fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Sport

Cazorla missti næstum fótinn: Ótrúleg ljósmynd sýnir alvarleika meiðslanna

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 3. nóvember 2017 12:21

Spánverjinn Santi Cazorla, leikmaður Arsenal, þótti um árabil í hópi bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum frábæra leikmanni að undanförnu og hefur hann ekki spilað leik síðan 19. október á síðasta ári.

Í viðtali við spænska blaðið Marca fjallar hann um meiðslin sem hafa haldið honum á hliðarlínunni undanfarna mánuði. Cazorla meiddist illa á ökkla í fyrra og hafa margir stuðningsmenn Arsenal beðið óþreyjufullir eftir tíðindum af því hvenær hann snýr aftur á völlinn.

Cazorla má þó teljast heppinn að geta gengið en ekki mátti miklu muna að hann missti fótinn vegna meiðsla sinna. Eftir að hafa gengist undir aðgerð fyrr á þessu ári kom sýking í fótinn sem varð til þess að græða þurfti húð á fótinn. Húðin var tekin af handlegg Cazorla, þar sem hann hafði látið húðflúra nafn dóttur sinnar eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Cazorla er nú á góðum batavegi og vonast Arsene Wenger, stjóri Arsenal, til þess að hann verði klár í slaginn fljótlega eftir áramót. Hann kveðst meðvitaður um að Cazorla þurfi að komast í leikform á nýjan leik og ef allt gengur að óskum muni hann snúa aftur í aðalliðið á nýju ári. Cazorla hefur spilað 180 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim 29 mörk. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Arsenal tímabilið 2012/13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates