Sport

Ótrúleg hálfleiksræða þjálfara Sevilla: Sagði leikmönnum að hann væri með krabbamein

Voru 3-0 undir í hálfleik á móti Liverpool en jöfnuðu í 3-3

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 09:40

Fátt benti til þess að spænska liðið Sevilla fengi stig úr viðureign sinni við Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Enska liðið var 3-0 yfir í hálfleik og töldu margir að það væri formsatriði fyrir Liverpool að landa sigrinum.

En annað kom á daginn. Sevilla jafnaði leikinn í 3-3 áður en dómari leiksins flautaði af.

Það sem vakið hefur einna mesta athygli er hálfleiksræða þjálfara Sevilla, Eduardo Berizzo. Berizzo tjáði nefnilega leikmönnum sínum að hann hefði nýlega greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu, þeirra á meðal er hinn virti íþróttablaðamaður Guillem Balague. Forsvarsmenn Sevilla staðfestu þetta síðar og er von á yfirlýsingu í dag vegna málsins.

Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá Berizzo en eitt er þó víst: Hann á stuðning leikmanna sinna vísan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018