FH sló út Rússana: Sjáðu furðulegustu vítakeppni sögunnar

FH sló í morgun rússneska liðið Pétursborg út úr Evrópubikarnum í handbolta og komst í þriðju umferð. FH hafði áður slegið liðið út úr keppninni eftir framlengdan leik. FH komst þá áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en markamunur milli liðanna var enginn eftir leikina tvo, heima og heiman. Þetta reyndist síðan ekki vera í samræmi við reglur og var því kveðinn upp sá úrskurður að fara skyldi fram vítakeppni milli liðanna til að skera úr um hvort kæmist áfram.

FH-ingar þurftu því að ferðast um langan veg til þess eins að heyja vítakeppni sem tók nokkrar mínútur. FH-ingar klikkuðu á fyrsta vítinu og var útlitið því ekki bjart þarna á útivelli í Rússlandi. En svo fór að lokum að FH vann keppnina 4-3 og er því komið áfram, en Rússarnir eru úr leik.

Hina æsispennandi vítakeppni má sjá í myndskeiðinu að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.