Svona var leikurinn á móti Kósóvó í mars

Mynd: EPA

Ísland mætti Kósóvó í mars á síðasta ári. Það var í eina skiptin sem liðin hafa tekist á. Endaði leikurinn 2-1 fyrir Ísland. Kósóvó sem á ekki löglegan knattspyrnuvöll en leikurinn fór fram í Shokder í Albaníu.

Ísland mætir Kósóvó nú í annað sinn og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Er um mikilvægasta leik í sögu íslenskrar knattspyrnu að ræða. 433.is birtir í tilefni dagsins svipmyndir úr fyrri leik liðanna sem fór eins og áður segir 1-2 fyrir Ísland. Björn Bergmann skoraði fyrsta markið á 25 mínútu en hann verður ekki með í kvöld vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson bætti svo öðru marki við á 35 mínútu úr vítaspyrnu.

Á 52 mínútu skoraði svo Kósóvó og sótti liðið stíft eftir það án árangurs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr þeim leik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.