Spáir Íslandi öruggum sigri: Græðir lítið á að veðja á okkar menn

Mynd: EPA

Ísland getur tryggt sér sæti á HM í Rússlandi sigri það lið Kósovó í kvöld á Laugardalsvelli. Kosovo er í neðsta sæti I riðils með eitt stig en Ísland í því efsta með 19 stig.

Dæmi eru um að íslenskir knattspyrnuspekingar hafi hagnast nokkuð á því að leggja undir aur á sigur Íslands gegn öðrum liðum í riðlinum. Þannig græddi stuðningsmaður Íslands rúmar 100 þúsund krónur þegar hann veðjaði á sigur Íslands gegn Tyrklandi.

Á Betsson sem er ein vinsælasta síða heims þegar kemur að veðmálum er lítið upp úr því að hafa að veðja á sigur Íslands. Stuðullinn er 1,10 fyrir sigur. Þannig að ef viðkomandi veðjar þúsund krónur á sigur græðir hann 100 krónur. Stuðull á Kósovó er 24 fari Kósovó með sigur af hólmi. Það þýðir að þúsundkallinn myndi breytast í 24 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.