fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Þýska pressan ómyrk í máli: „Sögulegur ósigur gegn Íslandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir fjölmiðlar eru fljótir að bregðast við stórkostlegum útisigri íslenska kvennalandsliðsins í gegn knattspyrnu gegn Þýskalandi í Wiesbaaden, 3-2, og þeim þykir öllum ljóst að þessi úrslit eru mikil tíðindi í kvennaknattspyrnunni.

„Sögulegur ósigur“ og „Þýska kvennalandsliðið með sögulegan ósigur gegn Íslandi,“ segir þýska stórblaðið Bild í vefútgáfu sinni.

Bild dregur fram að þetta er fyrsti ósigur þýska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í heil 19 ár og að með þessu tapi hafi liðið fengið Íslendinga að hlið sér á toppi riðilsins.

Knattspyrnuvefurinn Kicker er með nokkuð sérstæða fyrirsögn í frétt sinni af leiknum: „Brynjarsdóttir og co sýndu þýsku landsliðskonunum takmarkanir þeirra,“ en Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum.

Þjóðverjum er tamt að grípa til orðsins „ískalt“ þegar lýst er góðri frammistöðu íslenskra landsliða og Kicker víkur ekki frá þeirri venju: „Nokkrir veikleikar komu í ljós í þýsku vörninni sem íslensku konurnar nýttu sér á ískaldan hátt og unnu að lokum sanngjarnan sigur, 3-2.“

„Þýska kvennalandsliðið tapar fyrir Íslandi“ segir íþróttadeild sjónvarpsstöðvarinnar ARD á vef sínum. Segir í þeirri umsögn að þýska liðið hafi gert sig sekt um skelfileg mistök í vörninni og verið bitlaust í sókninni. Núna sé toppsæti í riðlinum sem og þátttökuréttur í lokakeppni HM í mikilli hættu.

Fyrirliði þýska liðsins, Babette Peter, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum og segir meðal annars: „Svona má ekki gerast hjá Þýskalandi.“ Þjálfari liðsins, Steffi Jones, segir að lið hennar hafi verið sigrað með einföldum meðulum og segir að ef liðið breyti ekki snarlega um hugarfar muni taka langan tíma að komast aftur á sigurbraut.

Íslenska liðið hreif áhorfendur

ARD segir jafnframt í umsögn sinni að rúmlega 4.000 áhorfendur hafi hrifist af kraftmikilli spilamennsku íslenska liðsins. Tap Þjóðverja gegn Íslandi hafi verið verðskuldað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði