fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Sigfús gagnrýnir aumingjavæðingu: „Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku“

Hjólar í HSÍ og þjálfun yngri flokka – Segir verið að klúðra heilu kynslóðunum af frambærilegu fólki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. janúar 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltakappinn fyrrverandi, Sigfús Sigurðsson, gagnrýnir handknattleiksforystuna harðlega í pistli sem hann skrifar og fjallað er um á Vísi. Hann segir að undirstöðuþætti vanti í þjálfun yngri flokka og þar blasi vandamálin við. Hann segir í pistlinum að illa sé hlúð að hávöxnum iðkendum sem á endanum valdi því að „við endum uppi með leikmenn sem eru stubbar.“

Hann segir að leikmenn í yngri landsliðum fari á mis við mikilvæg grunnatriði í þjálfun og um of sé horft á tímabundinn árangur. Handknattleikssambandið þurfi að setja upp stefnumótun hvað þjálfun varðar og fylgja því eftir. Þá þurfi að gæta að hæfni þjálfara.

Hann gagnrýnir harðlega „aumingjavæðinguna“ sem sé í gangi í yngri flokkum. „Hverjum er greiði gerður með því að fara í keppni þar sem hann endar í síðasta sæti en fær samt verðlaun? Er ekki verið að segja þessum aðilum að það sé í lagi að tapa og þeim sem vinnur að það skipti ekki máli?“ Þetta gildi um íþróttir sem og annað sem börn taki þátt í. Með þessu sé verið að eyðileggja keppnisskap barnanna og halda meðalmennsku á lofti. „Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku sem fæst með harðri vinnu sem felur í sér þrotlausar æfingar á líkama og sál.“

Þá segir Sigfús að vandamálið liggi líka hjá foreldum. „Það má ekki lengur skamma krakka eða láta þau taka út refsingar fyrir slæma hegðun. Besti leikmaður liðsins mætir ekki nema á 50 prósent af æfingunum en svo að liðið vinni þá vilja foreldrarnir að hann spili til að sigra! Hvaða skilaboð eru það til þeirra sem mæta alltaf og æfa og æfa og æfa? Það þarf að taka völdin frá foreldrafélögunum með æfingar og keppnir.“

Sigfús, sem var í liði Íslands sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking, segist hafa skrifað forystu HSÍ bréf í fyrra, eftir EM, og í kjölfarið farið á þeirra fund. „Þar lagði ég til að sambandið myndi leggjast í vinnu við að uppfæra kennsluskrána sem það hefur notast við síðustu 20 árin eða svo. Og að þjálfarar allra yngri flokkanna yrðu boðaðir á fund þar sem sambandið myndi leggja línurnar með framhaldið; hvað yrði að kenna krökkunum og aðferðafræðina á bak við þetta allt saman.“ Síðan þá hafi ekkert gerst.

„En eins og oft áður þá hefur ekkert gerst og allir eru að pukrast í eigin horni og eru að klúðra enn og aftur heilu kynslóðunum af frambærilegu ungu fólki,“ skrifar Sigfús sem

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Hartman í Val