fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Átta gæðaleikmenn sem gætu farið frítt

Feitir bitar í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu sem verða samningslausir í sumar – Tveir enskir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf vanalega ekki að eggja ensk úrvalsdeildarfélög lengi til að eyða peningum í nýja leikmenn. Félagaskiptaglugginn lokar senn og þá ræðst hvaða leikmenn ganga kaupum og sölum. Nokkrir gæðaleikmenn eru að verða samningslausir og bíða þess í ofvæni að vera boðinn nýr samningur hjá sama liði eða tilboðum frá öðrum liðum. Hér eru átta eftirsóttir leikmenn sem gætu skipt um lið á næstunni. Four four two tók saman listann.


1) Sead Kolasinac

Félag: Schalke
Staða: Bakvörður
Áhugasöm félög: Juventus og Chelsea

Bakverðir þurfa nú til dags bæði að vera góðir í vörn og sókn. Bosníumaðurinn stígur varla feilspor í vörninni og vinnur meirihluta þeirra návígja sem hann kemst í. Þessi 23 ára gamli leikmaður er einnig skæður framar á vellinum. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö á leiktíðinni. Hann þykir henta sérstaklega vel í leikkerfinu 3-5-2 svo talið er að bæði Juventus og Chelsea renni til hans hýru auga. Hann hefur verið nokkuð meiddur að undanförnu en hefur nú hrist það af sér.+


Mynd: EPA

2) Rachid Ghezzal

Félag: Lyon
Staða: Vængmaður
Áhugasöm félög: Tottenham, Everton, West Ham)

Ghezzal hefur verið iðinn við kolann hjá Lyon að undanförnu. Hann spilar nokkuð oft sem fremsti miðjumaður en hefur einnig slegið í gegn á kantinum. Ghezzal, sem er 24 ára, er frábær með boltann og nýtur sín best þegar hann tekur leikmenn á. Hann þykir stundum minna á Arjen Robben. Leikmaðurinn hefur ekki enn samið við Lyon en samningaviðræður hafa tekið tíma. Nokkur félög á Englandi og Spáni hafa sýnt leikmanninum áhuga. Það sem helst veldur vandærðum er skapgerð leikmannsins og óstöðugleiki.


Mynd: EPA

3) Eric Maxim Choupo-Moting

Félag: Schalke
Staða: Framherji
Áhugasöm félög: Óvíst

Eftir að hafa flakkað á milli liða í þýsku Bundesligunni er Choupo-Moting nú orðinn reyndur leikmaður í deildinni. Um er að ræða fjölhæfan sóknarmann sem getur ýmist spilað á kantinum eða frammi. Hann hefur næmt auga fyrir marktækifærum. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Schalke og er sagður vilja spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni. Hann þykir góður liðsmaður, hefur mikla hæfileika og gæti reynst ýmsum liðum fengur.


Mynd: EPA

4) Gregory Sertic

Félag: Bordeaux
Staða: Djúpur miðjumaður
Áhugasöm félög: Werder Bremen og Orlando City

Sertic er djúpur miðjumaður eins og þeir gerast bestir. Hann vinnur sína miðju á miðsvæðinu þegjandi og hljóðalaust, og gefur liðsfélögum sínum tækifæri á að blómstra framar á vellinum. Í sjö ár hefur hann spilað fyrir framan vörnina hjá Bordeaux og varið hana árásum. Hann hefur meira að segja hlaupið í skarðið í vörninni, þegar meiðsli hafa hrjáð leikmannahópinn. Lið í Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa borið í hann víurnar en hann verður samningslaus í sumar. Traustur leikmaður sem gerir fá mistök, sem væri fengur fyrir flest lið.


Mynd: EPA

5) Bacary Sagna

Félag: Manchester City
Staða: Bakvörður
Áhugasöm félög: Óvíst

Sagna er búinn að spila í tíu ár í úrvalsdeildinni, lengst af með Arsenal. Þessi 33 ára gamli leikmaður er ábyggilegur bakvörður, leikinn með boltann og með mikla reynslu. Hann hefur verið inn og út úr stjörnum prýddu liði City á þessu tímabili og virðist ekki vera í uppáhaldi hjá Pep Guardiola. Hann er þrátt fyrir aldur í mjög góðu formi og er nokkuð sterkur í loftinu. Sagna gæti enn átt eftir fáein góð ár í efstu deild.


6) Cheikh Ndoye

Félag: Angers
Staða: Miðjumaður
Áhugsöm félög: West Brom og PAOK

Angers hafnaði í níunda sæti frönsku deildarinnar í vor en stendur nú í harðri fallbaráttu. Liðið er í næstneðsta sæti. Ef það fellur er óvíst að Ndoye framlengi samning sinn við félagið. Þessi öflugi miðjumaður er naut að burðum og hefur auga fyrir markaskorun. Hann er ógnarsterkur í návígjum og góður varnarmaður en sendingar eru hans helsti Akkilesarhæll. Leikmaðurinn er þrítugur og gæti nýst liði sem vantar leikmann sem lætur til sín taka á miðjunni. Hann er kannski ekki líklegur til að fara í toppliðin í Evrópu en önnur lið ættu að skoða hann vel.


Mynd: EPA

7) Glen Johnson

Félag: Stoke
Staða: Bakvörður
Áhugasöm félög: West Ham

Johnson hefur spilað um 350 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þó enn aðeins 32 ára gamall og hefur bætt sig mjög sem varnarmaður undanfarin ár. Hann féll aldrei í kramið hjá Liverpool og var á köflum gagnrýndur harðlega. Hann er enn frár á fæti þó hann sé ekki eins sókndjarfur og hann var áður fyrr. Hann hefur verið fastamaður hjá Mark Hughes í vetur og var valinn í landsliðið í október, áður en hann meiddist. Stoke gæti samið við hann áfram en vitað er af áhuga annarra liða.


Mynd: EPA

8) Gonzalo Rodriguez

Félag: Fiorentina
Staða: Miðvörður
Áhugasöm félög: Mörg félög í Evrópu

Umboðsmaður leikmannsins José Raul Iglesias greindi frá því á dögunum að hann hefði ekkert heyrt frá forráðamönnum Fiorentina mánuðum saman. Rodriguez er fyrirliði liðsins og gríðarlega öflugur miðvörður. Ef ekkert gerist í samningsmálum hans bráðlega gæti eitthvert félag stolið þessum 32 ára gamla leikmanni. Vitað er af áhuga ýmissa liða í Evrópu en Rodriguez þykir frábær í tæklingum auk þess að vera afar klókur sendingamaður. Einn af betri miðvörðunum á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Í gær

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?