Aron verður ekkert með

Mynd: Reuters

Stórskyttan Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekkert með íslenska liðinu á HM í handbolta sem hefst í Frakklandi í dag. Þetta varð ljóst eftir ítarlega skoðun í gær og í dag. Þjálfarateymið hefur sent hann heim. Þetta kemur fram á Vísi.

Um gríðarlega blóðtöku er að ræða fyrir íslenska liðið enda þykir Aron einn besti leikmaður heims. Hann hefur glímt við meiðsli í nára frá því í nóvember. Hann fór á æfingu í gær en kenndi sér meins. Hann getur því ekkert spilað á HM.

Það kemur í hlut Ólafs Guðmundssonar, Gunnars Steins Jónssonar og Arnórs Atlasonar að leika í stöðu vinstri skyttu á mótinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.