fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

„Það var Höddi Magg sem skoraði sigurmarkið og það er Höddi Magg sem þakkar fyrir sig“

Flottur sigur á Írum á útivelli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2017 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina markið í knatttspyrnuleik Íslands og Írlands sem fram fór ytra nú í kvöld. Íslendingar voru sprækari en heimamenn í fyrri hálfleik, og sýndu oft á tíðum lipra takta. Um var að ræða æfingaleik en nokkrir fastamenn úr hefðbundnu byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar byrjuðu leikinn í dag. Þeirra á meðal voru Aron Einar Gunnarsson, Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson.

Það var Hörður Björgvin Magnússon sem skoraði eina mark leiksins með hnitmiðuðu skoti úr beint úr aukaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks. Hann átti góðan leik en Kjartan Henry FInnbogason og Aron Sigurðarson voru áberandi sprækir – að öðrum ólöstuðum.

Írar ógnuðu aldrei marki Íslands í leiknum, þó þeir hafi haldið boltanum meira í síðari hálfleik. Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og síðar Hólmar Örn Eyjólfsson voru sem klettar í vörninni og skölluðu allt í burtu sem að teignum kom. Eina skot Íra að marki kom á síðustu andartökum leiksins en það var máttlítið. Ögmundur Kristinsson átti annars fremur náðugan dag í markinu.

Ísland vann því báða leikina í þessari landsleikjahrinu en á föstudaginn hafði liðið betur gegn Kósóvó í undankeppni HM. Næsti keppnisleikur er í júní, en þá koma Króatar í heimsókn í baráttu efstu liða riðilsins.

Hörður Magnússon, Höddi Magg, lýsti leiknum á Stöð 2 sport, en það var nafni hans, Hörður Björgvin Magnússon, sem skoraði sigurmarkið. Hann lauk útsendingunni á þessum orðum: „Það var Höddi Magg sem skoraði sigurmarkið og það er Höddi Magg sem þakkar fyrir sig“.

FJölnismaðurinn Aron Sigurðarson var afar sprækur í kvöld.
Góður í kvöld FJölnismaðurinn Aron Sigurðarson var afar sprækur í kvöld.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld