fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Jimmy Floyd Hasselbaink gripinn glóðvolgur í vafasömum viðræðum

Stjóri QPR gekk í gildru Telegraph – Annar skandall skekur enska knattspyrnu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2016 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins rúmum sólarhring eftir að Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, neyddist til að segja af sér vegna hneykslismáls sem rekja má til rannsóknar breska dagblaðsins Daily Telegraph, er Jimmy Floyd Hasselbaink, knattspyrnustjóri Queens Park Rangers (QPR) kominn í sömu vandræði. Telegraph birtir í dag upptöku af fundi með Hasselbaink sem tekin var með falinni myndavél.

Á myndbandinu má heyra Hasselbaink semja um þóknun við fulltrúa íþróttafjárfestingafélags í Asíu til að vera sendiherra fyrirtækisins sem vill aftur fá hann til að kaupa af sér leikmenn sem stjóri QPR. Vandamálið var hins vegar að þessir fulltrúar voru blaðamenn og fyrirtækið tilbúningur.

Í myndbandsupptökunum samþykkir Hasselbaink að fljúga til Singapúr til að ræða við fjárfesta félagsins sem honum hafði verið tjáð að vildu komast með puttana í félagsskiptamál. Hasselbaink er upphaflega boðin ákveðin upphæð til að liðka fyrir þessum viðskiptum, 30-35 þúsund punda sem hann telur að sé allt of lítið. Þegar honum er síðan boðin allt að 55 þúsund punda segir hann: „Þú ert að hitna þar. Sjáðu til, reyndu bara þitt besta til að gera með ánægðan. Finndu einhverja góða upphæð.“
55 þúsund pund, sem virtust í áttina að þeirri upphæð sem Hasselbaink var að leita að, gera ríflega 8 milljónir króna. Ekki beinlínis skiptimynt.

Hið falska fyrirtæki Telegraph er það sama og Sam Allardyce samdi við að fá 400 þúsund punda á ári til að tala fyrir og varð honum að falli þegar Telegraph birti upptökur af fundi hans.

Hasselbaink fundaði í tvígang með blaðamönnunum. Virtist Hasselbaink ekki sjá neina hagsmunaárekstra í að vinna fyrir fjárfestingafélag sem vildi koma að kaupum og sölu á leikmönnum sem knattspyrnustjóri QPR. Raunar tók hann bara vel í það að kaupa síðan leikmenn af félaginu til QPR, ef þeir væru góðir. Þar hefði hann augljóslega setið beggja vegna borðs í klárum hagsmunaárekstri enda væri hann að eða fjármunum vinnuveitenda sinna hjá QPR í leikmenn sem væru á mála hjá fyrirtæki sem hann væri einnig að þiggja þóknun frá undir borðið.

Jimmy Floyd og Eiður Smári mynduðu baneitrað framherjapar hjá Chelsea á sínum tíma.
Gamlir félagar Jimmy Floyd og Eiður Smári mynduðu baneitrað framherjapar hjá Chelsea á sínum tíma.

Jimmy Floyd Hasselbaink var ráðinn knattspyrnustjóri QPR í desember 2015 en félagið leikur í næstefstu deild á Englandi. Félagið hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að uppljóstranir Telegraph verði ítarlega rannsakaðar innan félagsins.

Hasselbaink, sem er 44 ára fyrrverandi hollenskur landsliðsmaður og markahrókur, lék meðal annars í fjögur ár með Chelsea. Þar lék hann við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en samstarf þeirra í fremstu víglínu Chelsea var eitt það farsælasta í manna minnum og enn þann dag í dag reglulega rifjað upp hversu baneitraðir þeir félagar voru.

Myndbandið má sjá á vef Telegraph, með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“