fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Sport

Hræðileg mistök sem aldrei munu gleymast

Viðhafði rasísk ummæli í spilavíti – Hélt að ferillinn væri búinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski landsliðsframherjinn Jamie Vardy hafnar því að vera rasisti en óttast að nafn hans muni um ókomna tíða verða tengt við það sem hann lét út úr sér í spilavíti í Leicester-borg í júlí í fyrra. Þar kallaði hann asískan man „Jap“ en orðið er dregið af orðinu „Japanese“ eða japanskur. Það hefur niðrandi merkingu.

Frá þessu greinir Vardy í nýútkominni sjálfsævisögu sem heitir From Nowhere: My Story. Vardy sló í gegn með Leicester á síðasta tímabili og skoraði 24 deildarmörk. Aðeins Harry Kane hjá Tottenham skoraði fleiri; 25 mörk. Um uppákomuna í spilavítinu segir Vardy að hann hafi ekki vitað að „Jap“ væri rasískt orð.

Breskir fjölmiðlar hafa birt kafla úr bókinni en þar viðurkennir Vardy að hafa lent í einu og öðru um ævina. Hann hafi til dæmis eytt nótt í fangaklefa.

Rasisti

Atvikið í spilavítinu átti sér stað í júlí í fyrra en um var að ræða atvik sem hann óttast að muni aldrei falla í gleymsku. „Flestir dómar gleymast í fyllingu tímans en það er engin leið að taka til baka það sem gerðist í júlí 2015,“ segir hann í bókinni. Orðið „rasisti“ verður alltaf bendlað við mig. Þetta er verra en að vera á sakaskrá.“

Vardy hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar.
Bókin Vardy hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar.

Vardy segir að sumt fólk muni aldrei fyrirgefa honum. „Aðrir munu sætta sig við að ég gerði hræðileg mistök og hef lært af þeim.“

Mótherjinn lagði allt undir

Vardy var að spila póker í Grosvenor Casino í Leicester. Allt lék í lyndi þar til asískur maður, sem hafði staðið fyrir aftan sóknarmanninn, gekk yfir til mótspilara hans og hvíslaði einhverju í eyrað á honum. Sá ákvað að leggja allt í sölurnar (e. all in) en það getur verið til vitnis um að hann sé mjög öruggur um sigur. Vardy brást hinn versti við og sakaði Asíubúann um að hafa sagt mótspilaranum hvaða spil hann hafði á hendi. Hann kastaði spilunum sínum á borðið, til marks um uppgjöf, og fór þannig á mis við að vinna nokkur þúsund pund. Þess má geta að vikulega fær Vardy um 80 þúsund pund í laun frá Leicester City. Það gera um 47 milljónir króna á mánuði. Hann er þess vegna tæpast á flæðiskeri staddur fjárhagslega.

En Vardy reiddist mjög. Með honum voru nokkrir liðsfélagar, sem og eiginkona hans, Rebekah. Hann hrópaði í þrígang að Asíubúanum að hann ætti að hypja sig. Orðrétt sagði hann: „Yo, Jap. Walk on“. Hann fullyrðir að hann hafi ekki vitað að um rasísk ummæli væri að ræða.

Reiddist mjög

Meðan á þessu gekk sá einhver viðstaddur sér leik á borði og myndaði Vardy. Hann lét beina tilvitnun í Vardy fylgja og „taggaði“ bæði dagblað og sjónvarpsstöð. Liðsfélagi Vardy varð þessa var og lét sóknarmanninn samstundis vita. Þeir höfðu uppi á miðaldra manni sem hafði sett inn færsluna. Upp hófst mikið rifrildi, þar sem Vardy sullaði niður drykkjum og barði í borð, til áhersluauka. Liðsfélagi hans, Rory Delap, hafði loks vit fyrir Vardy, dró hann afsíðis og róaði niður.

„Maður er búinn að vera, þegar maður hefur á sér stimpil fyrir að vera rasisti.“

Vardy grunaði líklega ekki á þessari stundu að eitthvert ævintýralegasta keppnistímabil sem sögur fara af væri í þann mund að hefjast – en enginn átti von á því að Leicester myndi skáka bresku milljarðaklúbbunum. Hann hafði skömmu áður leikið sinn fyrsta landsleik.

Var eyðilagður

Vardy var sektaður af Leicester City fyrir ummæli sín og segir í bókinni að hann hafi talið að uppgangi sínum væri formlega lokið. „Ég var eyðilagður,“ sagði hann og velti fyrir sér hvaða áhrif þetta hefði á fjölskylduna. Hann sagði við konuna sína að ferillinn væri að líkindum búinn. „Maður er búinn að vera, þegar maður hefur á sér stimpil fyrir að vera rasisti. Hver vill semja við rasista?“

Atvikið átti sér stað aðeins nokkrum vikum eftir að þrír ungir leikmenn voru reknir frá félaginu. Þeir höfðu gerst sekir um að taka upp hópreið með þremur taílenskum stúlkum. Í myndbandi sem fór í dreifingu viðhöfðu þeir kynþáttafordóma í garð stúlknanna. Þetta kann að skýra hugarástand Vardy í kjölfar athæfis síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Í gær

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?