fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Ian Wright reykti gras fyrir leiki

Ný ævisaga kappans lítur dagsins ljós

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markahrókurinn Ian Wright, sem meðal annars gerði garðinn frægan hjá Arsenal á árum áður, lagði það í vana sinn að reykja gras fyrir leiki.

Þetta segist Wrigth hafa gert fyrir ófáa stórleiki til að ráða betur við kvíða sem hann glímdi við. Wright, sem í dag er 52 ára, er í hópi markahæstu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Hann skoraði 113 mörk í 213 leikjum og varð Englandsmeistari með Arsenal vorið 1998.

Wright segir að hann hafi nánast lagt feril sinn í rúst þegar hann var ungur að árum og enn leikmaður Crystal Palace. Í nýrri ævisögu kappans rifjar hann upp leik á milli Crystal Palace og West Brom sem endaði með 4-1 sigri Palace. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir leik reykti Wright gras.

Eftir leik var sigrinum fagnað vel og innilega en gleðin hjá Wright var fljót að breytast þegar hann fékk veður af því að verið væri að taka leikmenn í lyfjapróf eftir leikinn. „Ég óttaðist viðbrögð fólks í hverfinu mínu og stuðningsmanna liðsins ef ég hefði verið tekinn í lyfjapróf.“

Sem betur fer fyrir Wright var hann ekki tekinn í lyfjapróf. Í ævisögunni segist hann ekki hafa verið stórreykingarmaður á grasi – þetta hafi samt verið ákveðin hefð hjá honum við lok hverrar viku. „Mér fannst ég ekki vera að gera neitt rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Í gær

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Í gær

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur