fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Íslendingur ráðinn landsliðsþjálfari Svíþjóðar

Skrifaði undir tveggja ára samning

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2016 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Andrésson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Svía í handbolta karla. Frá þessu greinir Aftonbladet í Svíþjóð sem segir að Kristján skrifi undir tveggja ára samning. Tilkynnt verður um ráðninguna í dag.

Kristján er fæddur í Eskilstuna í Svíþjóð en hann lék um tíma með íslenska landsliðinu. Hann er fæddur árið 1981 og var í leikmannahópi Íslands á á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Hann hefur stýrt IF Guif í Svíþjóð frá árinu 2007 en hann lét af störfum í vor.

Uppgangur íslenskra handboltaþjálfara hefur verið ævintýralegur á undanförnum árum og verður Kristján fimmti Íslendingurinn í starfi sem landsliðsþjálfari. Dagur Sigurðsson stýrir sem kunnugt er Evrópumeisturum Þjóðverja, Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Ólympíumeistara Danmerkur og Patrekur Jóhannesson er þjálfari karlaliðs Austurríkis. Þá stýrir Þórir Hergeirsson norska kvennalandsliðinu þar sem hann hefur unnið til ótal verðlauna.

Sænska karlalandsliðið í handbolta er eitt það sigursælasta í sögunni. Liðið hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum, Evrópumeistari fjórum sinnum auk þess að vinna fjórum sinnum til silfurverðlauna á Ólympíuleikum, síðast í London árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Í gær

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking