fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

10 kaup og sölur sem gætu gengið í gegn í dag

Mario Balotelli, Wilfried Bony, Jack Wilshire og allir hinir – Glugginn lokar á miðnætti

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 09:55

Mario Balotelli, Wilfried Bony, Jack Wilshire og allir hinir - Glugginn lokar á miðnætti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti rennur út frestur félaga í ensku úrvalsdeildinni – og víðar í Evrópu – til að kaupa og selja leikmenn. Búist er við því að nóg verði að gera á skrifstofum liða við að kaupa og selja leikmenn. Breska blaðið Mirror hefur tekið saman lista yfir 10 leikmenn sem gætu skipt um lið áður en glugginn lokar.


1. Saido Berahino

Berahino, leikmaður West Brom, hefur ítrekað verið orðaður við önnur lið á Englandi. Þessi 23 ára framherji vill reyna fyrir sér annars staðar og ekki þykir útilokað að hann fari. Stoke er eitt þeirra liða sem hefur áhuga og gæti farið svo að hann yfirgefi West Brom áður en glugginn lokar.


. 2. Wilfried Bony

Bony virðist ekki eiga neina framtíð hjá Manchester City þar sem Sergio Aguero, Nolito og Kelechi Iheanacho virðast allir vera framar í goggunarröðinni. Talið er að Stoke sé nánast búið að tryggja sér leikmanninn á láni út þetta tímabil. Everton og West Ham eru einnig sögð áhugasöm og gætu blandað sér í baráttuna. Það er öruggt að hann verður ekki leikmaður Manchester City á morgun.

Uppfært: Bony er genginn í raðir Stoke.


3. Mario Balotelli

Ítalski framherjinn hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu en hann er sem kunnugt er samningsbundinn Liverpool. Jurgen Klopp hefur engan áhuga á að nota hann enda er Liverpool-liðið vel mannað fremst á vellinum. Óvíst er hvað tekur við hjá Balotelli.


Mynd: EPA

4. Jack Wilshire

Það kom nokkuð á óvart þegar Arsene Wenger tilkynnti að Jack Wilshire gæti fundið sér nýtt félag áður en glugginn lokar. Það kemur kannski ekki á óvart sé litið til þess að þessi magnaði leikmaður hefur glímt við meiðsli ítrekað á undanförnum misserum og lítið spilað. Líklegt er að Wilshire verði lánaður frá Arsenal. Ljóst er að mörg lið gætu nýtt sér krafta hans og er Juventus það félag sem einna helst hefur verið nefnt til sögunnar. Önnur lið, eins og Crystal Palace, fylgjast einnig með.


Mynd: EPA

5. Lamine Kone

Þessi öflugi varnarmaður Sunderland vill yfirgefa félagið. Everton reyndi að fá hann fyrir skemmstu en David Moyes, nýráðinn stjóri Sunderland, vildi ekki selja hann. Kone var ekki sáttur við viðbrögð forsvarsmanna Sunderland. Líklegt verður að teljast að Sunderland selji kappann áður en glugginn lokar enda vill enginn stjóri hafa óánægða leikmenn í sínu liði.


6. Moussa Sissoko

Frakkinn var öflugur á EM þar sem hann vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Sissoko leikur með Newcastle sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Með fullri virðingu fyrir Championship-deildinni þá er Sissoko of góður til að spila þar. Talið er líklegt að Tottenham nái að landa kappanum og viðræður eru sagðar vera í gangi. Juventus er einnig sagt hafa áhuga. Spurningin er aðeins hvert en ekki hvort hann fer.


Mynd: EPA

7. Manolo Gabbiadini

Gabbiadini er leikmaður Napoli á ítalíu og leikur sem framherji. Everton hefur átt í viðræðum við Napoli um kaup á leikmanninum en þær hafa hingað til skilað litlum árangri. Everton er í leit að framherja og ekki þykir ólíklegt að Gabbiadini verði orðinn leikmaður liðsins áður en glugginn lokar.


Mynd: Reuters

8. Samir Nasri

Nasri virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Manchester City. Þessi öflugi franski miðjumaður virðist vera á leið til Sevilla á Spáni samkvæmt fréttum frá Englandi. Nasri er sagður fara á láni til loka leiktíðar.


Mynd: EPA

9. James McCarthy

Þessi öflugi skoski miðjumaður hefur verið algjör lykilmaður hjá Everton á undanförnum árum. Aðeins er eitt ár síðan Everton hafnaði umleitunum Tottenham um að kaupa leikmanninn. Nú er McCarthy sagður vilja yfirgefa Goodison Park og er Crystal Palace eitt þeirra félaga sem hafa áhuga.


Mynd: EPA

10. Isco

Spænski töframaðurinn Isco vill fá fleiri tækifæri hjá Real Madrid en það getur verið erfitt að brjótast inn í stjörnum prýtt byrjunarlið spænska stórliðsins. Isco er sagður vilja berjast fyrir stöðu sinni hjá Madrid og því er ekkert öruggt að hann fari frá félaginu. Mörg félög, til dæmis á Englandi, hafa áhuga á leikmanninum sem gæti farið áður en glugginn lokar. Tottenham er sagt fylgjast með gangi mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Í gær

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu