fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Sport

„Þetta voru erfiðar vikur“

Viðari Erni sveið að vera ekki valinn í EM-hópinn – Notaði mótlætið til að styrkja sig – Aftur valinn í landsliðið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er gaman og mikill heiður að vera í landsliðinu,“ segir sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Malmö, í samtali við DV. Viðar hefur á ný verið valinn í landsliðið. Liðið mætir Úkraínu í fyrsta leik undankeppni HM í knattspyrnu þann 5. september.

Viðar hefur farið á kostum með Malmö á árinu. Hann hefur skorað 13 mörk í 19 deildarleikjum og er markahæstur í sænsku deildinni. Hann hefur verið sérstaklega iðinn við kolann að undanförnu.

Viðar Örn viðurkennir að það hafi sviðið að vera ekki valinn í EM-hópinn. Hann hafi sérstaklega fundið fyrir því þegar flautað var til leiks. „Það var rosalega erfitt, sérstaklega þegar keppnin byrjaði. Þá fann maður hvað mann langaði mikið að vera með,“ segir hann.

Árangur Viðars

Skv. Wikipedia

Ár – Lið – Leikir – Mörk

2010–2012 Selfoss 55 (26)

2013 Fylkir 22 (13)

2014 Vålerenga 29 (25)

2015 Jiangsu Sainty 28 (9)

2016– Malmö FF 19 (13)

Lítur í eigin barm

Hann áfellist þó engan nema sjálfan sig. Hann hafi greinilega ekki spilað nógu vel fyrir landsliðið til að hann yrði valinn. „Maður hefur alltaf trú á sjálfum sér og vill segja að maður eigi skilið að vera í hópnum. En kannski hafði ég ekki verið að spila nógu vel.“

Hann segist hafa notað þetta mótlæti sem hvatningu til að gera betur. „Á svona stundum þarf maður að sýna úr hverju maður er gerður.“ Hann segir að frá því að EM-valið varð ljóst hafi allt gengið að óskum með Malmö. Hann sé því afar ánægður að vera kominn aftur í landsliðið. „Það er gott að vera kominn aftur. Þetta voru erfiðar vikur, þeir stóðu sig líka helvíti vel.“

Áhugi víða

Viðar segist aðspurður hafa heyrt af áhuga ýmissa liða að undanförnu. Hann er þó ekki til í að stökkva á hvað sem er, enda leikur lífið við hann í Svíþjóð. Malmö spili reglulega í Meistaradeildinni og liðið sé mjög gott. „Mér líður mjög vel hér og þetta er góður klúbbur.“ Hann segist ekki vita hvort hann skipti um lið áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Þreifingar séu í gangi og áhugi víða að. „Það er líka þannig að það þarf ekkert litla fjárhæð til að kaupa mig í annað lið.“ Hann á von á því að þetta skýrist á næstu dögum og vikum. Honum liggi ekki á að yfirgefa Malmö. „Ég er í mínu besta formi.“

Viðar Örn hlakkar til að fá tækifæri með landsliðinu á nýjan leik. Hann segir aðspurður að landsliðið sé gulrót sem hann hugsi mikið um, frá degi til dags. „Auðvitað vill maður spila með landsliðinu og spila vel með sínu félagsliði til að fá tækifæri þar. Ég vil skora mörk – það er alltaf gaman. Maður hefur það bak við eyrað að maður gæti komist í landsliðið ef maður spilar vel.“

Eins fyrir bæði lið

Riðill Íslands er bæði spennandi og erfiður, að mati Viðars Arnar. „Það eru mörg erfið lið þarna. Liðið verður að spila mjög vel í þessari keppni – og það skiptir máli að byrja vel.“ Eins og fram hefur komið verður leikið fyrir luktum dyrum. Hann segir aðspurður að það verði örugglega sérstök upplifun – enda eitthvað sem knattspyrnumenn upplifi ekki oft. „En þetta verður eins fyrir bæði lið. Þetta getur vonandi nýst okkur eitthvað í leiknum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt

Inter ítalskur meistari eftir sigur á AC – Allt sauð upp úr í restina og þrír fengu rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi

Ten Hag verður ekki rekinn á meðan tímabilið er í gangi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur