fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

„Einstakur á sinn hátt“

Danir halda ekki vatni yfir árangri danska landsliðsins í handbolta – Vinnusamur og trúr sínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjóðhetja í Danmörku eftir að hafa stýrt danska karlalandsliðinu í handknattleik til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er í fyrsta skipti sem karlalið Dana í handknattleik vinnur gullverðlaun á Ólympíuleikum og halda danskir fjölmiðlar ekki vatni yfir árangri liðsins. Guðmundur þykir hafa stýrt liðinu frábærlega.

Í allri gleðinni eru Danir farnir að kalla Guðmund Þórð Guðmundsson „Gullmund“. Fannst mörgum það við hæfi því undir stjórn hans unnu Danir gull sem engum dönskum þjálfara hafði tekist áður með karlaliðið. Guðmundur hefur á stundum mátt þola harða gagnrýni hjá dönskum fjölmiðlum þá 18 mánuði sem hann hefur verið í starfi. Nú er Guðmundur kominn í dýrlingatölu og menn vilja að við hann verðir gerður langtímasamningur.

Guðmundur á sjálfur að baki 236 landsleiki og skoraði í þeim 358 mörk. Þegar ferlinum lauk sneri Guðmundur sér fljótlega að þjálfun og þar átti hann eftir að láta til sína taka sem þjálfari í fremstu röð. Undir stjórn hans náði Ísland fjórða sætinu á EM í Svíþjóð 2002 og stærsta afrekið eru silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008. Tveimur árum síðar vann Ísland bronsverðlaun á EM í Austurríki undir stjórn Guðmundar.

Lét gagnrýnina ekki trufla sig

„Árangur Guðmundar kemur mér bara ekkert á óvart því hann er einhver samviskusamasti þjálfari sem sögur fara af. Hann er slunginn, útsjónarsamur og vinnusemin er einstök.“ Þetta segir Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, um Guðmund.

Hann segir að það loði við íslenska þjálfara að þeir sinni starfi sínu vel og nái þess vegna árangri. Það sé lykillinn að velgengni þeirra Guðmundar með danska liðið og Dags Sigurðssonar með það þýska. „Guðmundur er af lífi og sál í þessu starfi með danska liðið og ég held að eftir úrslitaleikinn hafi hann verið gjörsamlega búinn. Guðmundur er fastheldinn og býr orðið yfir gríðarlegri reynslu. Þegar komið er svona langt í keppninni þá þarf að koma með eitthvað óvænt, eitthvað sem leikmennirnir grípa og hafa trú á.“ Hann segir að Guðmundur hafi hitt naglann á höfuðið og það hafi ekki komið honum á óvart. „Það hafa nokkrir danskir snillingar verið að taka hann niður og það hefði getað komið niður á árangri hans. Hann er bara svo staðfastur í því sem hann er að gera og lætur ekki gagnrýnina trufla sig,“ segir Þorbjörn.

Valdimar Grímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, sem lék lengi með Guðmundi, segir að þessi árangur Guðmundar með danska liðið ætti í raun ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til Guðmundar. „Hann á engan sinn líka, hann er framúrskarandi og öll vinna sem hann tekur sér fyrir hendur er unnin af fagmennsku. Guðmundur er að uppskera eins og hann hefur til sáð.“

Hefur óbilandi trú á því sem hann tekur sér fyrir hendur

Valdimar segir Guðmund hafa óbilandi trú á því sem hann geri. Oft sé sagt að hann hefði farið lengra með íslenska liðið hefði hann fengið til þess meiri stuðning. „Guðmundur er einstakur á sinn hátt og vinnusemin og eljan skilar honum þessum frábæra árangri. Hann er áræðinn, fylginn sér og hefur óbilandi trú á því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta er hans styrkur í hnotskurn,“ segir Valdimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði