fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Hannaður til sunds

Sjáðu magnaðar staðreyndir um líkama Phelps

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. ágúst 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Phelps er einhver magnaðasti íþróttamaður samtímans. Hann hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann vann allt sem hægt var. Þessi 31 árs gamli Bandaríkjamaður vann alls 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum. Eins og fram hefur komið bætti hann meira að segja 2.168 ára gamalt met Leonidas frá Rhodes, þegar hann vann sín þrettándu gullverðlaun í einstaklingskeppni á Ólympíuleikum. Hann hefur unnið til fleiri gullverðlauna en 108 aðrar þjóðir. Hann setti 39 heimsmet á ferli sínum og vann 93 prósent þeirra sunda sem hann tók þátt í á Ólympíuleikum. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er eins og byggður fyrir sund. Hér eru nokkrar fróðlegar staðreyndir um þennan magnaða mann, sem sýna að hann er sem hannaður til sunds.

Einbeiting
Níu ára var hann greindur með ADHD. Hann vandi sig af lyfjunum 13 ára, með því að notast við mátt hugans. „Þú getur yfirstigið hvaða hindrun sem er ef þú trúir á sjálfan þig og vilt það,“ hefur verið haft eftir honum. Phelps æfði sem unglingur á hverjum degi í fimm ár samfleytt; jafnt á hátíðisdögum sem öðrum dögum.

Vænghaf
Phelps er með ótrúlega langa handleggi. Vænghaf hans mælist 201 sentimetri, tæpum átt sentimetrum lengra en hæð hans. Þetta veitir honum mikinn kraft. Hann þarf færri sundtök en keppinautarnir og sparar þannig orku. Langir handleggir komu sér afar vel á leikunum 2008. Þá vann hann mjög nauman sigur, þar sem aðeins munaði fáeinum sentimetrum.

Risastór lungu
Lungu Phelps rúma 12 lítra af lofti. Það er tvöfalt meira en hjá venjulegum karlmanni. Til samanburðar rúmuðu lungu ræðarans fræga, Sir Steve Redgrave, sjö lítra. Þetta hefur í för með sér að Phelps getur innbyrt miklu meira af súrefni en keppinautarnir.

Ökklar og olnbogar
Phelps býr að mjög sveigjanlegum liðamótum. Þessi liðleiki kemur sér afar vel í sundinu og hjálpar honum að ýta vatninu frá sér – til að fara hraðar.

Mjaðmir
Þrátt fyrir að vera hávaxinn er Phelps, sem vegur um 82 kíló, með tiltölulega stutta fótleggi. Það sem meira er, hann er með áberandi litlar mjaðmir. Stærri mjaðmir hefðu í för með sér meiri mótstöðu í vatninu.

Fætur
Phelps notar skó númer 47 auk þess að vera með mjög stórar hendur. Fæturnir og hendurnar virka því eins og blöðkur í vatninu. Hermt er að hann beygi fæturna 15 gráðum meira en aðrir sundgarpar. Fætur hans eru þó þremur númerum minni en á ástralska sundmanninum Ian Thorpe, sem vann fimm ólympíugull á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val