fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Phelps óstöðvandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. ágúst 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er hreint óstöðvandi á Ólympíuleikunum í Ríó. Í nótt bætti hann tveimur við tveimur gullverðlaunum og hefur því til 21. gullverðlauna á þeim fimm leikum sem hann hefur tekið þátt í. Í nótt vann hann fyrra gullið í 200 metra flugsundi og það síðara þegar hann synti í boðsundssveit Bandaríkjamanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Þetta voru þriðju gullverðlaunin sem hann vinnur á leikunum í Ríó.

Phelps gefur ekkert eftir þrátt fyrir að hann sé orðinn 31 árs gamall sem þykir hár aldur af sundmanni að vera. Allt leit út fyrir að hann myndi hætta eftir Ólympíuleikana í London þar sem vann til fernra gullverðlauna. Í kjölfarið á þeim tók hann sér tveggja ára hvíld og héldu flestir að hann myndi ekki snúa til baka. Fyrir tveimur árum síðan hóf hann æfingar að nýju og kemur heldur betur sterkur inn á leikana í Ríó.

Hvað kappinn ætlar að gera eftir leikana í Ríó skal ósagt látið en Phelps segir sjálfur enga ákvörðun liggja fyrir í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“