fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Ósáttir ólympíufarar: Stífluð klósett, leki og sóðaskapur

Ástralskir íþróttamenn hafast við á hótelum í Rio – Leikarnir hefjast í næstu viku

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2016 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir íþróttamenn og þjálfarar sem búa sig nú undir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro í Brasilíu dvelja á hótelum í borginni þar sem ástandið í Ólympíuþorpinu er óviðunandi. Leikarnir hefjast þann 5. ágúst næstkomandi.

Í frétt Sydney Morning Herald kemur fram að ástandið í þeim húsakynnum sem eiga að hýsa áströlsku íþróttamennina sé svo slæmt að það jaðri við að vera hættulegt. Þannig séu klósett stífluð, leki úr rörum og þá séu berskjaldaðir rafmagnsvírar á víð og dreif. Þá sé hreinlæti ábótavant í þorpinu.

Kitty Chiller, fyrrverandi Ólympíufari, fer fyrir ástralska hópnum í Rio og segir hún að verkamenn hafi unnið að viðgerðum í Ólympíuþorpinu undanfarna daga. Staðan sé samt þannig að ástralskt íþróttafólk, þjálfarar og liðsstjórar telja að öryggi sínu sé betur borgið utan þorpsins og þess vegna dvelji hópurinn á hótelum í borginni.

Eduardo Paes, borgarstjóri Rio, gerði lítið úr áhyggjum og umkvörtunum íþróttamannanna og sagði hann að aðstaðan í Rio væri betri en aðstaðan sem Ástralir buðu upp á á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Ástralskir íþróttamenn eru ekki þeir einu sem lent hafa í hremmingum í Rio því Hollendingar og Ítalir eru einnig sagðir hafa kvartað undan aðstöðunnni. Íþróttamenn frá öllum heimshornum eru nú að koma sér fyrir í Rio þar sem lokaundirbúningurinn fyrir leikana hefst.

Ólympíuleikarnir verða sem fyrr segir settir þann 5. ágúst næstkomandi og standa þeir til 21. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Martial hjá liði í London?

Endar Martial hjá liði í London?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Í gær

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Í gær

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar