fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Bruce hættur hjá Hull

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bruce hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Hull City en hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina nú í vor. Bruce átti fund með forsvarsmönnum félagsins í dag þar sem hann tilkynnti þeim að hann hefði ákveðið að hætta. Rekstur Hull hefur verið losaralegur um skeið en félagið hefur verið til sölu í tvö ár.

Öll skipulagning fyrir tímabilið hefur verið í molum og enginn leikmaður verið keyptur til félagsins. Núna á undirbúningstímabilinu hafa nokkrir leikmenn verið að meiðast og verða lengi frá vegna þeirra. Leikmannahópurinn er þunnskipaður, allt í óvissu, þegar aðeins þrjár vikur eru í það að flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni.

Hull mætir ensku meisturunum í Leicester á heimavelli í fyrstu umferð. Bruce kom sterklega til greina í starf þjálfara enska landsliðsins á dögunum sem ekkert varð af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar