fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Patrice Evra lofsamar íslenska liðið: „Gott lið sem getur spilað góðan fótbolta“

Segir að Frakkar megi ekki gera sömu mistök og Englendingar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 19:25

Segir að Frakkar megi ekki gera sömu mistök og Englendingar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar mega ekki gera sömu mistök og Englendingar og vanmeta íslenska liðið. Þetta segir Patrice Evra, leikmaður franska landsliðsins, en Frakkar búa sig nú undir leikinn gegn Íslandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sem nú stendur yfir.

Evra, sem gerði garðinn frægan með Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun þar sem hann sagði að Frakkar væru fullmeðvitaðir um gæði íslenska liðsins.
Það vakti nokkra athygli fyrir leik Englands og Íslands á mánudagskvöld þegar Evra biðlaði til breskra fjölmiðlamanna að hætta að gera ráð fyrir enskum sigri gegn Íslandi. Ísland væri með sterkt lið sem þyrfti að taka alvarlega.

Franska liðið hefur ekki beint verið upp á sitt besta í keppninni til þessa og segir Evra að liðið þurfi að bæta leik sinn.

„Við höfum verið sjálfum okkur verstir,“ sagði Evra en sem kunnugt er stóð sæti í 8-liða úrslitunum tæpt þegar Frakkar léku gegn Írlandi um liðna helgi. Írar leiddu lengi vel í leiknum en tvö mörk frá Antoine Griezmann tryggðu Frökkum sætið í 8-liða úrslitunum.

„Áður en Englendingar léku gegn Íslandi spurðu enskir blaðamenn mig hvernig það yrði að mæta Englandi. Ég sagði þeim að doka við þar sem þeir væru ekki einu sinni komnir í 8-liða úrslit,“ sagði Evra sem hefur hrifist af spilamennsku Íslands.

„Fólk talar um löngu innköstin en leikur íslenska liðsins snýst um svo miklu meira en það. Ísland er með gott lið sem getur spilað góðan fótbolta. Það er ekki slys að Ísland sé komið þetta langt í keppninni. Við þurfum að sýna íslenska liðinu virðingu, en það þýðir samt ekki að við höfum ekki trú á að við getum unnið það,“ segir Patrice Evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti