fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Guðni Th: „Af hverju ætti ég að sötra kampavín í VIP-stúkunni?

CNN fjallar um velgengni íslenska landsliðsins og tekur stuðningsmenn tali, þar á meðal Guðna Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseta

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 15:56

CNN fjallar um velgengni íslenska landsliðsins og tekur stuðningsmenn tali, þar á meðal Guðna Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands, segist ekki hafa nokkurn áhuga á því að sitja í heiðursstúkunni á leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sötra þar kampavín.

Fjallað er um íslenska landsliðið og velgengni þess á EM á vef CNN og eru nokkrir Íslendingar teknir tali. Meðal þeira er Guðni, en hann var sem kunnugt er meðal áhorfenda á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum keppninnar.

Í fréttinni kemur fram að á sama tíma og flestir stjórnmálamenn þiggi það með þökkum að fá sæti í VIP-stúkunni sé annað uppi á teningnum hjá nýkjörnum forseta Íslands. Þvert á móti segist Guðni ekki geta beðið eftir að slást í hóp íslenskra stuðningsmanna í stúkunni sem allir hafa sama markmið: Hvetja íslenska liðið til dáða.

„Af hverju ætti ég að sötra kampavín í VIP-herbergi þegar ég get gert það hvar sem er í heiminum,“ spyr Guðni fréttamann. „Nei, ég ætla að vera á áhorfendapöllunum með stuðningsmönnunum og ég mun vera í landsleiðstreyjunni minni,“ segir Guðni sem bætir við að Frakkarnir ættu ekki að vanmeta íslenska liðið þegar liðin mætast á Stade de France í París á sunnudag.

Í umfjöllun CNN er afreki Íslands lýst, þá einna helst sigrinum gegn Englandi í Nice á mánudagskvöld. Íslenska liðið hafi í raun niðurlægt enska liðið. „Það var frábært að vera á vellinum í Nice – það féllu gleðitár,“ segir Guðni sem bætir við að gott gengi íslenska liðsins á EM hafi mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina.

„Auðvitað, þetta hefur mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina. Þetta sýnir að ef þú setur þér markmið, vinnur markvisst að því, og fólk stendur saman þá getur allt gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði