fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Þjálfari Hannesar stoltur: Reiknaði ekki með að hann yrði lengi í Frakklandi

Aasmund Bjørkan á von á að þurfa að keppa við félög eins og Manchester United um Hannes Þór Halldórsson

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ótrúlega stoltir af því að Hannes sé einn þeirra átta markmanna sem enn eru að spila á EM. Í hreinskilni sagt bjóst ég við að hann kæmi aftur til okkar eftir riðlakeppnina,“ segir Aasmund Bjørkan, þjálfari Hannesar Þórs Halldórssonar, markmanns íslenska landsliðsins, hjá Bodø/Glimt í Noregi.

Hannes hefur leikið fyrir Bodö/Glimt undanfarna mánuði sem lánsmaður frá NEC í Hollandi.

Bjørkan býr nú lið sitt undir stórleik gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni´um helgina en ljóst er að Hannes verður ekki með í þeim leik. Hann mun standa á milli stanganna hjá íslenska liðinu þegar það mætir því franska í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudag.

Bjørkan segir að Hannes hafi staðið sig vel á Evrópumótinu og það verði væntanlega erfitt fyrir norska liðið að halda honum. Líklega muni stærri félög bíða í röðum eftir Hannesi.

„Ég held að markaðsvirði Hannesar hafi hækkað nokkuð, þannig að það gæti orðið erfitt fyrir okkur að halda honum. Við hljótum að þurfa að keppa við lið eins og Manchester United núna,“ segir Bjørkan við TV2 í Noregi. Hannes var meiddur þegar hann samdi við Bodø/Glimt en með miklum vilja og mikilli æfingu tókst Hannesi að koma sér í sitt besta form. Bjørkan segir að markmannsþjálfari liðsins, Jonas Ueland Kolstad, eigi stóran þátt í að Hannes sé í jafn góðu formi og raun ber vitni.

Bjørkan þekkir ekki bara Hannes Þór Halldórsson í íslenska liðinu því hann þekkir einnig Birki Bjarnason, en Birkir lék með Bodø/Glimt árið 2008 sem lánsmaður frá Viking. Á þeim tíma var Bjørkan yfir unglingastarfi félagsins. „Hann er einnig frábær náungi,“ segir Bjørkan sem kveðst hafa verið í sambandi við þá báða undanfarna daga.

„Já, ég hef sent þeim smáskilaboð og fengið svar. Það er frábært að Ísland sé komið í 8-liða úrslit,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“