fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Fjárhagslegur ávinningur leikmanna íslenska landsliðsins er gríðarlegur

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 28. júní 2016 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kattspyrnusamband Íslands, KSÍ fékk 2,5 milljónir evra að launum frá UEFA fyrir sigurinn á Englendingum í gærkvöldi. En það eru 345 milljónir króna. Áður hafði sambandið fengið 1,5 milljónir evra eða 205 milljónir króna fyrir að komast í 16 liða úrslitin.

Hluti af upphæðinni rennur til leikmanna Íslenska landsliðsins, en samningur KSÍ við leikmannahópinn um árangursgreiðslur er trúnaðarmál. Heimildir herma þó að leikmenn fái frá helmingi fjárhæðarinnar til tveggja þriðju hluta hennar. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar er jafnframt greint frá því að fyrir sigurinn á liði Englands í gær hafi leikmenn og þjálfarar fengið um 230 milljónir króna í sinn hlut. Það jafngildir tæplega 10 milljónum á mann.

Fyrir sigurinn á Englandi í gær fá leikmenn og þjálfarar því um 230 milljónir króna í sinn hlut, eða tæplega tíu milljónir króna á mann. Fjárhagslegur ávinningur leikmanna íslenska landsliðsins er því orðinn um 18 milljónir króna.

Ef Ísland sigrar Frakka á sunnudaginn fær KSÍ 550 milljónir króna frá UEFA og hver leikmaður fær um 15 milljónir króna í sinn hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“
433Sport
Í gær

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“