fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Raheem Sterling byrjar líklega gegn Íslandi í kvöld

Var gagnrýndur fyrir spilamennsku sína gegn Rússum og Walesverjum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, er sagður ætla að setja Adam Lallana, leikmann Liverpool, á bekkinn gegn Íslandi í kvöld og leyfa Raheem Sterling, leikmanni Manchester City, að spreyta sig í byrjunarliðinu.

Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands í lokaleik riðlakeppninnar gegn Slóvakíu, en hann er sagður ætla að gera frekari breytingar á byrjunarliðinu í kvöld.

Vefútgáfa breska blaðsins Daily Mail greinir frá þessu. Sterling var settur á bekkinn gegn Slóvökum eftir að hafa byrjað gegn Rússum og Walesverjum. Hann var gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjum Englands í keppninni, en Hodgson er þó sagður hafa trú á sínum manni.

Wayne Rooney, fyrirliði Englands, hrósaði Sterling í hástert í samtali við blaðamenn í gær og sagði að hann væri enska liðinu mikilvægur. Þá léti hann gagnrýni lítið á sig fá.

„Hann hefur verið frábær á æfingasvæðinu. Það velkist enginn í vafa um að hann hefur gott hugarfar. Hann er frábær liðsmaður og leikmaður sem getur breytt leikjum á svipstundu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið