fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Íslenska treyjan slær í gegn: Vinsælli en sú ítalska og spænska

Ein sú mest selda hjá dönsku verslunarkeðjunni Unisport

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi hefur ekki farið framhjá nokkrum manni og svo virðist vera sem margir vilja klæðast íslensku landsliðstreyjunni. Þetta er að minnsta kosti raunin hjá danska íþróttavörufyrirtækinu Unisport en þar er treyja íslenska liðsins ein sú mest selda.

Unisport er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á varningi sem tengist knattspyrnu á einn eða annan hátt. Fyrirtækið rekur meðal annars stóra verslun í Kaupamannahöfn auk þess sem fyrirtækið er með netverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að sala á treyjum íslenska liðsins hafi aukist um 1800 prósent frá því að mótið hófst. Er treyja íslenska liðsins nú sú sjötta vinsælasta í versluninni af treyjum þeirra tuttugu og fjögurra landa sem hófu keppni á EM í Frakklandi.

Treyja þýska liðsins er sú vinsælasta en í næstu sætum þar á eftir koma treyjur Frakklands, Tyrklands, Albaníu og Englands. Íslenska treyjan er sem fyrr segir í 6. sæti. Treyja sænska liðsins er í 7. sæti, ítalska liðsins í 8. sæti, spænska liðsins í 9. sæti og Portúgals í 10. sæti.

„Áður en mótið byrjaði bundum við nokkrar vonir við íslensku treyjuna en eftirspurnin hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við hefðum getað selt fleiri treyjur en það hefur verið erfitt að nálgast þær,“ segir Filip Domagala, framkvæmdastjóri Unisport.

„Fólk hefur tilhneigingu, eðlilega, til að kaupa sér treyjur stóru þjóðanna, en flott hönnun hefur líka sitt að segja. Margir vilja treyjur sem þeir geta líka verið í við aðrar kringumstæður – til dæmis þegar þeir eru ekki á vellinum eða að horfa á leiki keppninnar heima,“ segir hann.

Tékkneska treyjan er sú óvinsælasta en þar á eftir koma treyjur Slóvakíu, Rússlands, Úkraínu og Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“