fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Prófraun fyrir tvo lykilmenn

Á morgun kemur í ljós hvar Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson standa fyrir EM í Frakklandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. maí 2016 16:00

Á morgun kemur í ljós hvar Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson standa fyrir EM í Frakklandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mun stilla upp sterku byrjunarliði gegn Noregi, í næstsíðasta landsleik fyrir EM í Frakklandi, ef marka má fyrirheit þjálfaranna Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Þeir hafa látið hafa eftir sér að val á liðinu gegn Noregi muni ráðast af því hverjir þurfa á leik að halda. Flestir leikmenn hópsins hafa sem betur fer spilað mjög nýlega og eru því í góðri leikæfingu. Þannig voru 12 leikmenn liðsins í byrjunarliðum sinna félagsliða um helgina. Nokkuð er síðan deildirnar á meginlandinu kláruðust og því er lengra síðan leikmenn þeirra liða spiluðu heilan leik.

Ísland mætir Noregi ytra á morgun, en þá verða tæplega tvær vikur fram að fyrsta leik á EM í Frakklandi. Íslendingar mæta Portúgölum þann 14. júní næstkomandi en Portúgalar unnu einmitt Norðmenn 3-0 um helgina, án stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo.

Flestir í leikæfingu

Leikurinn fer fram á Ullevål-leikvanginum í Noregi á morgun, miðvikudag, en á mánudag, 6. júní, leika Íslendingar við lið Liechtenstein á Laugardalsvelli. Það verður síðasti leikur liðsins fyrir átökin í Frakklandi.

Flestir leikmenn liðsins eru í leikæfingu. Þegar horft er til markvarða hafa þeir allir spilað leik undanfarna viku. Ögmundur og Ingvar spiluðu á sunnudag en Hannes Þór Halldórsson um miðja síðustu viku. Hannes er fyrsti markvörður landsliðsins og í ljósi þess að hann hefur ekki leikið mikið fyrir landsliðið í vetur, verður að teljast líklegt að hann byrji.

Varnarmennirnir allir heilir

Allir varnarmenn liðsins nema einn hafa leikið leik í byrjunarliði undanfarna tíu daga. Þrjár og hálf vika er síðan Sverrir Ingi Ingason byrjaði leik með sínu félagsliði en flestir léku um helgina. Val Lars og Heimis í leikina við Noregs mun ef til vill gefa vísbendingu um hvaða varnarlínu þeir ætla að stilla upp gegn Portúgal. Engir varnarmenn hafa verið að glíma við meiðsli og þeir eru því allir til taks, eftir því sem DV kemst næst. Í undankeppninni voru það Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason sem byrjuðu flesta leikina.

Slík liðsuppstilling kæmi ekki á óvart en Lars og Heimir hafa þó nokkurt lag á því að reyna óvænta hluti. Þannig skyldi ekki afskrifa að leikmenn á borð við Sverri Inga og Hjört Hermannsson fái tækifærið.

„Englendingarnir“ þurfa að spila

Nokkuð langt er liðið síðan leikmennirnir á Englandi spiluðu síðast leik. Sama gildir um Emil Hallfreðsson á Ítalíu. Gylfi Þór, Emil og Jóhann Berg spiluðu á fyrstu dögum maímánaðar og þurfa á leik að halda, leikformsins vegna. Leikurinn við Noreg verður líklega prófsteinn á fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem hefur ekki byrjað leik síðan 9. apríl vegna meiðsla.

Afar líklegt verður að teljast að flestir þessara fjögurra leikmanna byrji leikinn en Arnór Ingvi Traustason spilaði síðast fyrir tæpum tveimur vikum. Hann gæti þurft að viðra sig. Birkir Bjarnason, Theódór Elmar og Rúnar Már hafa allir nýspilað leik og þurfa frekar á hvíldinni að halda.

Hvað gerir Kolbeinn?
Í framlínunni er Eiður Smári byrjaður að spila aftur eftir meiðsli. Hann lék rúman hálfleik 21. maí og svo tæpan hálfleik um liðna helgi. Lars og Heimir vilja sjálfsagt sjá hvernig standi hann verður í, eftir meiðsli sem hann varð fyrir í vor. Kolbeinn Sigþórsson er þó helsti prófsteinninn í sóknarlínunni. Hann hefur verið að glíma við meiðsli á hné og alls er óvíst hversu vel hann er í stakk búinn til að spila leik. Hann lék síðast í byrjunarliðinu 9. apríl, fyrir bráðum tveimur mánuðum. Ísland þarf sannarlega á Kolbeini að halda í Frakklandi. Alfreð og Jón Daði spiluðu báðir með sínum liðum um miðjan mánuðinn.

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins mega sjálfsagt ekki búast við átakamiklum leik gegn Noregi. Enginn vill meiðast rétt fyrir mót en leikurinn er engu að síður mikilvægur liður í undirbúningi fyrir mótið. Landsliðsþjálfararnir vilja líkast til sjá að skipulagið haldi og að menn séu með hugann við verkefnið. Á móti kemur að þeir sem ekki teljast til „fastamanna“ liðsins gætu í þessum leik freistað þess að sýna að þeir eigi heima í byrjunarliðinu. Til mikils er þar að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“

Óli Kristjáns ræðir spána – „Það tekur tíma að púsla þessu saman“
433Sport
Í gær

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum

Eftir röð hneyksla eignaðist hún sjötta barn knattspyrnumannsins á dögunum
433Sport
Í gær

„Djöfullegt“ eftir frábæra byrjun – „Það er sorglegast í þessu“

„Djöfullegt“ eftir frábæra byrjun – „Það er sorglegast í þessu“